Ekki útilokað að enn þurfi gamla Herjólf

Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og ...
Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og er nú í prófunum. Stefnt er að því að taka hann í notkun á næstu vikum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir ekki útilokað að gamli Herjólfur reynist enn nauðsynlegur til siglinga milli Þorlákshafnar og Eyja. Nýja skipið sé einkum hannað með Landeyjahöfn í huga. Stefnt er að því að nýr Herjólfur verði tekinn í gagnið 18. júlí.

Skipið kom til landsins í síðasta mánuði frá Póllandi, þar sem það var smíðað. Nýja skipið ristir grynnra en það gamla og á að reynast betur til siglinga til Landeyjahafnar, þangað sem reynt er að sigla sem oftast enda ferðatíminn aðeins um 45 mínútur. Sé ölduhæð þar of mikil, veður vont eða dýpi í Landeyjahöfn of lítið til að hægt sé að sigla þangað, er þó siglt til Þorlákshafnar en sú sigling tekur um 2 tíma og 45 mínútur. 

Ökubrúin reyndist of brött

Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, sem þurfti að lengja til að bílar með varning geti keyrt þar upp úr skipinu. Nýja skipið er lægra en hið gamla og því er bratti ökubrúnna of mikill við núverandi aðstæður.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri ...
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Guðbjartur segir nýju ferjuna vera hannaða með Landeyjahöfn í huga. Markmiðið hafi verið að ferjan geti siglt milli Landeyja og Vestmannaeyja oftar en forveri sinn. Upp hafa komið áhyggjur af því að nýr Herjólfur sé verr til þess fallinn að sigla til Þorlákshafnar, þegar það reynist nauðsynlegt. Aðspurður játar Guðbjartur að það geti hugsanlega komið niður á ferðum til Þorlákshafnar og að skipið geti verið verr búið til siglinga þangað en gamli Herjólfur. Ekki sé unnt að skip sé sérhannað með aðstæður beggja hafna í huga.

Gæti nýst sem skólaskip og varaferja

Samningur Herjólfs ohf. við Vegagerðina, eiganda gamla Herjólfs, gerir ráð fyrir að skipið verði í umsjá Herjólfs ohf. til loka árs 2021 og segir Guðbjartur mikilvægt að hafa það til staðar meðan menn séu að koma nýja skipinu í gagnið. „Það er bara þannig með ný skip að það geta alltaf komið upp óvæntar bilanir og hugsanlega gætum við þurft að grípa til gamla skipsins. Því er gott að hafa það til vara, út frá öryggissjónarmiðum.“

Bæjastjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti í síðasta mánuði samhljóða áskorun þess efnis að gamli Herjólfur yrði um ókomna tíð í Vestmannaeyjum og nýttur sem skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna. Fari svo gæti skipið því hugsanlega nýst til ferða milli Þorlákshafnar þegar hið nýja skip, samgöngubótin, er ekki fær.

Prófanir hafa staðið yfir á nýjum Herjólfi síðustu vikuna og meðal annars siglt til Þorlákshafnar í blíðskaparveðri. Segir Guðbjartur þær prófanir hafa gengið vel. Sömu sögu sé að segja af langferðinni frá Póllandi en þar hafi  helst komið skipstjórum á óvart hve litlar hreyfingar voru á skipinu, og er það vel. 

Þurfa að losa bílastæðið fyrir þjóðhátíð

Verktakinn Ístak hefur aðstöðu í Landeyjahöfn og hefur þar komið fyrir vinnubúðum og geymir efni á bílastæði við höfnina sem einkum er nýtt á þjóðhátíð, þegar umferð um höfnina margfaldast. Losa þarf bílastæðið fyrir þann tíma og segir Guðbjartur að viðræður standi yfir við verktakann um það mál. Þótt ljóst sé að einhver þurfi að borga brúsann segir Guðbjartur engan sérstakan ágreining uppi milli aðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

19:30 „Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.“ Meira »

13 kg af amfetamíni á tveimur mánuðum

19:13 Á síðustu tveimur mánuðum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 13 kíló af amfetamíni í tveimur málum. Lögreglan telur að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi sem er erfiðara fyrir lögregluna að finna því starfsemin er skipulögð. Meira »

„Þetta var bara einum of mikið“

18:55 „Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

18:34 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en hann hljóðaði upp á 616 milljónir króna. Eng­inn hlaut held­ur ann­an vinn­ing, þar sem rúm­ 31 millj­ón króna var í boði. Meira »

Talar við tunglfara í sjónvarpsmynd

18:30 „Eftir að hafa lifað og hrærst í geimferðasögunni síðustu ár og kynnst nokkrum af þeim mönnum sem fóru til tunglsins á sínum tíma geri ég mér sífellt betur ljóst hve stórt hlutverk Ísland hafði í þessu ævintýri,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík. Meira »

Hótaði því að drekka blóð lögregluþjóns

17:20 Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst fyrir þjófnað, hótanir, valdstjórnarbrot og líkamsárásir. Maðurinn er hælisleitandi og á engan sakaferil hér á landi. Meira »

Enginn skráð boðsmiða nema Pawel

17:00 Skrifstofa borgarstjórnar lítur svo á að boðsmiðar á viðburði þurfi ekki að skrá í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa nema virði þeirra sé yfir 50.000 krónum. Þetta kemur fram í svari skrifstofunnar við fyrirspurn mbl.is Meira »

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

16:47 Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst. Meira »

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

16:44 Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum. Meira »

Níu eldingar við Þorlákshöfn

16:30 Þrumuveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann. Meira »

Málin tekin til efnislegrar meðferðar

15:50 Mál Safari og Sarwari fjölskyldnanna verða tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður þeirra, í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að tveir fullorðnir hafi smitast

15:40 Grunur leikur á að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli en í dag voru rannsökuð sýni frá 14 manns sem talið er að gætu verið með sýkinguna. Beðið er staðfestingar á því hvort um er að ræða sömu bakteríu og hjá börnum sem áður hafa greinst. Meira »

Isavia búið að kæra til Landsréttar

15:16 „Við erum búin að kæra til Landsréttar þar sem við óskum eftir því að hnekkja þeirri ákvörðun að réttaráhrifum verði ekki frestað,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. ALC hefur þegar hafið undirbúning við að koma flugvélinni úr landi og má því segja að kapphlaupið um vélina sé hafið. Meira »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...