Ekki útilokað að enn þurfi gamla Herjólf

Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og ...
Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og er nú í prófunum. Stefnt er að því að taka hann í notkun á næstu vikum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir ekki útilokað að gamli Herjólfur reynist enn nauðsynlegur til siglinga milli Þorlákshafnar og Eyja. Nýja skipið sé einkum hannað með Landeyjahöfn í huga. Stefnt er að því að nýr Herjólfur verði tekinn í gagnið 18. júlí.

Skipið kom til landsins í síðasta mánuði frá Póllandi, þar sem það var smíðað. Nýja skipið ristir grynnra en það gamla og á að reynast betur til siglinga til Landeyjahafnar, þangað sem reynt er að sigla sem oftast enda ferðatíminn aðeins um 45 mínútur. Sé ölduhæð þar of mikil, veður vont eða dýpi í Landeyjahöfn of lítið til að hægt sé að sigla þangað, er þó siglt til Þorlákshafnar en sú sigling tekur um 2 tíma og 45 mínútur. 

Ökubrúin reyndist of brött

Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, sem þurfti að lengja til að bílar með varning geti keyrt þar upp úr skipinu. Nýja skipið er lægra en hið gamla og því er bratti ökubrúnna of mikill við núverandi aðstæður.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri ...
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Guðbjartur segir nýju ferjuna vera hannaða með Landeyjahöfn í huga. Markmiðið hafi verið að ferjan geti siglt milli Landeyja og Vestmannaeyja oftar en forveri sinn. Upp hafa komið áhyggjur af því að nýr Herjólfur sé verr til þess fallinn að sigla til Þorlákshafnar, þegar það reynist nauðsynlegt. Aðspurður játar Guðbjartur að það geti hugsanlega komið niður á ferðum til Þorlákshafnar og að skipið geti verið verr búið til siglinga þangað en gamli Herjólfur. Ekki sé unnt að skip sé sérhannað með aðstæður beggja hafna í huga.

Gæti nýst sem skólaskip og varaferja

Samningur Herjólfs ohf. við Vegagerðina, eiganda gamla Herjólfs, gerir ráð fyrir að skipið verði í umsjá Herjólfs ohf. til loka árs 2021 og segir Guðbjartur mikilvægt að hafa það til staðar meðan menn séu að koma nýja skipinu í gagnið. „Það er bara þannig með ný skip að það geta alltaf komið upp óvæntar bilanir og hugsanlega gætum við þurft að grípa til gamla skipsins. Því er gott að hafa það til vara, út frá öryggissjónarmiðum.“

Bæjastjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti í síðasta mánuði samhljóða áskorun þess efnis að gamli Herjólfur yrði um ókomna tíð í Vestmannaeyjum og nýttur sem skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna. Fari svo gæti skipið því hugsanlega nýst til ferða milli Þorlákshafnar þegar hið nýja skip, samgöngubótin, er ekki fær.

Prófanir hafa staðið yfir á nýjum Herjólfi síðustu vikuna og meðal annars siglt til Þorlákshafnar í blíðskaparveðri. Segir Guðbjartur þær prófanir hafa gengið vel. Sömu sögu sé að segja af langferðinni frá Póllandi en þar hafi  helst komið skipstjórum á óvart hve litlar hreyfingar voru á skipinu, og er það vel. 

Þurfa að losa bílastæðið fyrir þjóðhátíð

Verktakinn Ístak hefur aðstöðu í Landeyjahöfn og hefur þar komið fyrir vinnubúðum og geymir efni á bílastæði við höfnina sem einkum er nýtt á þjóðhátíð, þegar umferð um höfnina margfaldast. Losa þarf bílastæðið fyrir þann tíma og segir Guðbjartur að viðræður standi yfir við verktakann um það mál. Þótt ljóst sé að einhver þurfi að borga brúsann segir Guðbjartur engan sérstakan ágreining uppi milli aðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Næstu skref Isavia ráðast á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...