Ekki útilokað að enn þurfi gamla Herjólf

Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og ...
Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og er nú í prófunum. Stefnt er að því að taka hann í notkun á næstu vikum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir ekki útilokað að gamli Herjólfur reynist enn nauðsynlegur til siglinga milli Þorlákshafnar og Eyja. Nýja skipið sé einkum hannað með Landeyjahöfn í huga. Stefnt er að því að nýr Herjólfur verði tekinn í gagnið 18. júlí.

Skipið kom til landsins í síðasta mánuði frá Póllandi, þar sem það var smíðað. Nýja skipið ristir grynnra en það gamla og á að reynast betur til siglinga til Landeyjahafnar, þangað sem reynt er að sigla sem oftast enda ferðatíminn aðeins um 45 mínútur. Sé ölduhæð þar of mikil, veður vont eða dýpi í Landeyjahöfn of lítið til að hægt sé að sigla þangað, er þó siglt til Þorlákshafnar en sú sigling tekur um 2 tíma og 45 mínútur. 

Ökubrúin reyndist of brött

Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, sem þurfti að lengja til að bílar með varning geti keyrt þar upp úr skipinu. Nýja skipið er lægra en hið gamla og því er bratti ökubrúnna of mikill við núverandi aðstæður.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri ...
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Guðbjartur segir nýju ferjuna vera hannaða með Landeyjahöfn í huga. Markmiðið hafi verið að ferjan geti siglt milli Landeyja og Vestmannaeyja oftar en forveri sinn. Upp hafa komið áhyggjur af því að nýr Herjólfur sé verr til þess fallinn að sigla til Þorlákshafnar, þegar það reynist nauðsynlegt. Aðspurður játar Guðbjartur að það geti hugsanlega komið niður á ferðum til Þorlákshafnar og að skipið geti verið verr búið til siglinga þangað en gamli Herjólfur. Ekki sé unnt að skip sé sérhannað með aðstæður beggja hafna í huga.

Gæti nýst sem skólaskip og varaferja

Samningur Herjólfs ohf. við Vegagerðina, eiganda gamla Herjólfs, gerir ráð fyrir að skipið verði í umsjá Herjólfs ohf. til loka árs 2021 og segir Guðbjartur mikilvægt að hafa það til staðar meðan menn séu að koma nýja skipinu í gagnið. „Það er bara þannig með ný skip að það geta alltaf komið upp óvæntar bilanir og hugsanlega gætum við þurft að grípa til gamla skipsins. Því er gott að hafa það til vara, út frá öryggissjónarmiðum.“

Bæjastjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti í síðasta mánuði samhljóða áskorun þess efnis að gamli Herjólfur yrði um ókomna tíð í Vestmannaeyjum og nýttur sem skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna. Fari svo gæti skipið því hugsanlega nýst til ferða milli Þorlákshafnar þegar hið nýja skip, samgöngubótin, er ekki fær.

Prófanir hafa staðið yfir á nýjum Herjólfi síðustu vikuna og meðal annars siglt til Þorlákshafnar í blíðskaparveðri. Segir Guðbjartur þær prófanir hafa gengið vel. Sömu sögu sé að segja af langferðinni frá Póllandi en þar hafi  helst komið skipstjórum á óvart hve litlar hreyfingar voru á skipinu, og er það vel. 

Þurfa að losa bílastæðið fyrir þjóðhátíð

Verktakinn Ístak hefur aðstöðu í Landeyjahöfn og hefur þar komið fyrir vinnubúðum og geymir efni á bílastæði við höfnina sem einkum er nýtt á þjóðhátíð, þegar umferð um höfnina margfaldast. Losa þarf bílastæðið fyrir þann tíma og segir Guðbjartur að viðræður standi yfir við verktakann um það mál. Þótt ljóst sé að einhver þurfi að borga brúsann segir Guðbjartur engan sérstakan ágreining uppi milli aðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......