Ekki útilokað að enn þurfi gamla Herjólf

Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og ...
Hinn nýi Herjólfur kom til Eyja í síðasta mánuði og er nú í prófunum. Stefnt er að því að taka hann í notkun á næstu vikum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir ekki útilokað að gamli Herjólfur reynist enn nauðsynlegur til siglinga milli Þorlákshafnar og Eyja. Nýja skipið sé einkum hannað með Landeyjahöfn í huga. Stefnt er að því að nýr Herjólfur verði tekinn í gagnið 18. júlí.

Skipið kom til landsins í síðasta mánuði frá Póllandi, þar sem það var smíðað. Nýja skipið ristir grynnra en það gamla og á að reynast betur til siglinga til Landeyjahafnar, þangað sem reynt er að sigla sem oftast enda ferðatíminn aðeins um 45 mínútur. Sé ölduhæð þar of mikil, veður vont eða dýpi í Landeyjahöfn of lítið til að hægt sé að sigla þangað, er þó siglt til Þorlákshafnar en sú sigling tekur um 2 tíma og 45 mínútur. 

Ökubrúin reyndist of brött

Unnið er að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, sem þurfti að lengja til að bílar með varning geti keyrt þar upp úr skipinu. Nýja skipið er lægra en hið gamla og því er bratti ökubrúnna of mikill við núverandi aðstæður.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri ...
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Guðbjartur segir nýju ferjuna vera hannaða með Landeyjahöfn í huga. Markmiðið hafi verið að ferjan geti siglt milli Landeyja og Vestmannaeyja oftar en forveri sinn. Upp hafa komið áhyggjur af því að nýr Herjólfur sé verr til þess fallinn að sigla til Þorlákshafnar, þegar það reynist nauðsynlegt. Aðspurður játar Guðbjartur að það geti hugsanlega komið niður á ferðum til Þorlákshafnar og að skipið geti verið verr búið til siglinga þangað en gamli Herjólfur. Ekki sé unnt að skip sé sérhannað með aðstæður beggja hafna í huga.

Gæti nýst sem skólaskip og varaferja

Samningur Herjólfs ohf. við Vegagerðina, eiganda gamla Herjólfs, gerir ráð fyrir að skipið verði í umsjá Herjólfs ohf. til loka árs 2021 og segir Guðbjartur mikilvægt að hafa það til staðar meðan menn séu að koma nýja skipinu í gagnið. „Það er bara þannig með ný skip að það geta alltaf komið upp óvæntar bilanir og hugsanlega gætum við þurft að grípa til gamla skipsins. Því er gott að hafa það til vara, út frá öryggissjónarmiðum.“

Bæjastjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti í síðasta mánuði samhljóða áskorun þess efnis að gamli Herjólfur yrði um ókomna tíð í Vestmannaeyjum og nýttur sem skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna. Fari svo gæti skipið því hugsanlega nýst til ferða milli Þorlákshafnar þegar hið nýja skip, samgöngubótin, er ekki fær.

Prófanir hafa staðið yfir á nýjum Herjólfi síðustu vikuna og meðal annars siglt til Þorlákshafnar í blíðskaparveðri. Segir Guðbjartur þær prófanir hafa gengið vel. Sömu sögu sé að segja af langferðinni frá Póllandi en þar hafi  helst komið skipstjórum á óvart hve litlar hreyfingar voru á skipinu, og er það vel. 

Þurfa að losa bílastæðið fyrir þjóðhátíð

Verktakinn Ístak hefur aðstöðu í Landeyjahöfn og hefur þar komið fyrir vinnubúðum og geymir efni á bílastæði við höfnina sem einkum er nýtt á þjóðhátíð, þegar umferð um höfnina margfaldast. Losa þarf bílastæðið fyrir þann tíma og segir Guðbjartur að viðræður standi yfir við verktakann um það mál. Þótt ljóst sé að einhver þurfi að borga brúsann segir Guðbjartur engan sérstakan ágreining uppi milli aðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lilja setur Menntaskólann á Ásbrú í fyrsta sinn

12:13 Fyrsta skólasetning Menntaskólans á Ásbrú fór fram í aðalbyggingu Keilis í gær að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Rúmlega fjörtíu nemendur hefja námið á haustönn, en um eitt hundrað sóttu um og komust því færri að en vildu. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – allavega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Framtíð jökla ógnað

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Árbæinn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...