Framkvæmdir hafnar við Hús íslenskunnar

Uppbygging vinnusvæðisins þar sem Hús íslenskunnar á að rísa er …
Uppbygging vinnusvæðisins þar sem Hús íslenskunnar á að rísa er nú hafinn. mbl.is/​Hari

Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er nú hafinn, en fram kemur í frétt á vef Framkvæmdasýslu ríkisins að fyrsti verkfundurinn hafi verið haldinn í vikunni.

Líkt og myndirnar bera með sér þá er uppbygging vinnusvæðisins er hafin og er áætlað að formlegt upphaf byggingaframkvæmda verði svo um miðjan ágúst.

Árnastofnun og Háskóli Íslands munu hafa aðsetur í húsinu, sem á að vera tilbúið árið 2023. Hús íslenskunnar á geyma helstu dýrgripi íslenskrar menningar, auk þess að vera aðsetur kennslu og rannsókna.

Ístak er aðalverktaki framkvæmdanna, en húsið er byggt samkvæmt endurskoðaðri teikningu arkitektastofunnar Hornsteina.

Áætlað er að formlegt upphaf byggingaframkvæmda verði um miðjan ágúst.
Áætlað er að formlegt upphaf byggingaframkvæmda verði um miðjan ágúst. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert