Ferðaþjónustuhvolpurinn Baltó nýtur hylli

Að sögn Atla kemur það mörgum erlendum ferðamönnum á óvart …
Að sögn Atla kemur það mörgum erlendum ferðamönnum á óvart að Íslendingar eigi sér þjóðarhund Ljósmynd/Atli Freyr Scheving

Hvolpurinn Baltó er á góðri leið með að verða eitt helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustunni á Suðausturlandi og keppir þar við heimsfræg náttúruundur á borð við Jökulsárlón um hylli ferðamanna.

Atli Freyr Scheving, eigandi Baltós, segir hundinn taka þessari athygli með jafnaðargeði, enda viti hann fátt betra en aðdáun.

Til marks um vinsældir Baltós prýða myndir af honum veggi sundlaugarinnar á Höfn og er falast eftir myndum af honum víða að.

Baltó er rúmlega níu mánaða íslenskum fjárhundur. Hann er fyrsti hundur Atla, sem hafði eingöngu átt ketti þar til Baltó komst í hendur hans. „En mig langaði alltaf í hund og mér hefur alltaf fundist íslenski fjárhundurinn fallegastur,“ segir Atli. „Í Baltó fékk ég alveg frábært eintak.“

Sjá viðtal við Atla í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Vinsælt myndefni

Að sögn Atla er Baltó afar mannblendinn og félagslyndur og gefur sig fúslega að þeim fjölmörgu ferðamönnum sem sækja svæðið heim. „Hann elskar allt og alla og þegar fólk fær svo að vita að hann er íslenskur fjárhundur, þjóðarhundur Íslands, vill það fá að taka myndir af sér með honum. Fólki finnst stórmerkilegt að við Íslendingar eigum okkar eigin hund, það eru í rauninni ekki margir útlendir ferðamenn sem vita af því. Þannig að Baltó er oft fyrsti, jafnvel eini, hundurinn af þessari tegund sem þeir hitta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert