Öðru máli vísað frá vegna sömu skrifa

Kærum frá bæði Þórði Snæ og Magnúsi hefur verið vísað …
Kærum frá bæði Þórði Snæ og Magnúsi hefur verið vísað frá siðanefndinni. mbl.is/Styrmir Kári

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Magnúsar Halldórssonar, blaðamanns og eins eiganda Kjarnans, á hendur Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns og Gísla Frey Valdórssonar, ábyrgðamanns Þjóðmála, vegna umfjöllunar Sigurðar í vorhefti Þjóðmála.

Þetta er önnur kæran sem siðanefndin vísar frá vegna sömu skrifa Sigurðar, en áður hafði nefndin vísað frá máli Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, en hann sakaði Sigurð um að fara ranglega með fjölmörg atriði í greininni.

Fram kemur í niðurstöðu siðanefndarinnar að Magnús hafi sent kæruna 31. Maí ásamt skjáskotum af bloggpistli Sigurðar frá 29. Apríl. Var málið tekið fyrir 3. Júlí. Taldi Magnús Sigurð hafa í fjölmörgum atriðum farið ranglega með staðreyndir.

Siðanefndin vísar til sömu röksemda og komu fram í fyrra málinu og vísar kærunni þar með frá. Í máli Þórðar taldi meirihluti nefndarinnar að um sé að ræða „fram­setn­ingu höf­und­ar á skoðunum sín­um á miðlin­um frem­ur en rök­studda grein­ingu eða frétta­skýr­ingu“.

Sigurður Már Jónsson.
Sigurður Már Jónsson.

Friðrik Þór Guðmunds­son er aftur ósam­mála meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um frá­vís­un máls­ins og tel­ur að lýs­ingu Sig­urðar Más á skrif­um sín­um í Þjóðmál­um sem frétta­skýr­ingu beri að virða. Þess vegna ætti að taka kær­una til efn­is­legr­ar meðferðar. Hann telur hins vegar að vísa eigi frá kærunni á hendur Gísla Frey þar sem hún sé bæði óljós og vanreifuð.

Auk Friðriks sitja í nefndinni Ásgeir Þór Árnason, Hjörtur gíslason, Björn Vignir Sigurpálsson og Nanna Teitsdóttir.

 Úrskurðurinn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert