Sameining svar við rekstrarvanda

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, segir sameiningaráform koma til vegna erfiðari ...
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, segir sameiningaráform koma til vegna erfiðari markaðsaðstæðna. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhuguð sameining ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest kemur fyrst og fremst til vegna harðnandi samkeppni og verri rekstrarskilyrða. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda.

Fyrirtækin tvö, sem bæði sjá um farþegaflutninga til Keflavíkur og víðar um land, óskuðu í dag eftir leyfi frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar og ætti úrskurður að liggja fyrir á næstu mánuðum.

Taprekstur undanfarin ár

Allrahanda rekur þjónustu undir merkjum Gray Line og Airport Express en vörumerki Reykjavík Sightseeing Invest eru Airport Direct, SmartBus og Reykja­vík Sig­ht­seeing.

Uppsafnað tap fyritækjanna árin 2016 og 2017 nemur 418 milljónum króna. Til samanburðar námu rekstartekjur ársins 2017 um 4 milljörðum hjá Allrahanda og 610 milljónum hjá Reykjavík Sightseeing Invest.

Allrahanda, undir merkjum Gray Line, og Reykjavík Sightseeing Invest, í ...
Allrahanda, undir merkjum Gray Line, og Reykjavík Sightseeing Invest, í nafni Airport Direct, keppast um áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur ásamt Flybus Kynnisferða og Strætó. Ljósmynd/Grayline

Þórir segir bæði fyrirtæki hafa hagrætt töluvert í rekstri á undanförnum misserum og að það hafi skilað árangri, en ekki nægjanlegum. Fyrir liggi að samkeppni á ferðaþjónumarkaði hafi aukist mikið og rútufyrirtæki keppi við bílaleigur, en einnig aðra afþreyingarmöguleika.

Bendir hann á að hlutfall erlendra ferðamanna sem leigi bílaleigubíl í Leifsstöð við komuna til landsins hafi aukist úr 40% í 60% á nokkrum árum. Á sama tíma hafi aukin samkeppni haft í för með sér að verð á vinsælum túrum, svo sem Gullna hringnum, hafi lækkað þrátt fyrir að fullur 24% virðisaukaskattur hafi verið lagður á rútuferðir frá árinu 2016.

Viðræður hófust fyrir fall Wow 

Sameiningarviðræður hófust snemma vors, en þær fara fram í gegnum endurskoðunar-og lögfræðiskrifstofur enda er keppinautum ekki heimilt að skiptast á innherjaupplýsingum. Þær hafi því tekið dágóðan tíma. „Þú sest ekki bara niður með samkeppnisaðilanum og ákveður að nú skuli málið klárað,“ segir Þórir.

Fall Wow Air og vandræði flugfélaga með MAX-vélar Boeing hafi ekki verið til að bæta úr skák og hafi þau áföll hraðað viðræðunum.

Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum ...
Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum fyritækisins sem keyrir mili Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd/Aðsend

Þórir sér fyrir sér að fleiri fyrirtæki á markaðnum eigi eftir að sameinast á næstunni og bendir á nokkur dæmi um nýlegar sameiningar. Má þar nefna fyrirtækið Arctic Adventures sem sé orðið öflugt fyrirtæki sem nái góðri stærðarhagkvæmni með kaupum á öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja bíða þess nú að Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós á sameiningu, mögulega með fyrirvörum, og segir Þórir því ótímabært að ræða framtíðarsýn og drauma hins sameinaða félags. Ekki liggur því fyrir undir hvaða merkjum þjónusta þess verður rekin eða hvernig eignarhaldi verður háttað, þótt Þórir segi ákveðnar hugmyndir uppi um það.

Uppfært 12. júlí 12:59:

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Reykjavík Sightseeing sæi um rekstur rauðu strætisvagnanna sem keyra um miðborg Reykjavíkur. Hið rétta er að Kynnisferðir reka þá undir merkjum City Sightseeing.

mbl.is

Innlent »

Þrjár nýjar tegundir fundust

08:18 Surtsey kemur vel undan þurrkatíðinni í sumar og rannsóknir líffræðinga í eynni undanfarna daga hafa sýnt að sem fyrr er gróðurlíf þar fjölbreytt og vaxandi. Ein ný plöntutegund fannst á eynni, hóffífill, og tvær nýjar pöddutegundir, hvannuxi og langleggur. Meira »

Skipunum verði sökkt til varðveislu

07:57 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum tillögu Sigurðar J. Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, um að kanna möguleika á að útbúa skipakirkjugarð í einhverjum innfjarða Ísafjarðardjúps. Meira »

Glitlóa sást í varpbúningi

07:37 Þessi glitlóa, náfrænka heiðlóunnar en fínbyggðari, kom í heimsókn á Reykjanes á dögunum, nánar tiltekið í Garð, en átti ekki langa viðdvöl. Meira »

Þurrt og bjart á Vestfjörðum

07:07 Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við dálítilli vætu austanlands og síðdegisskúrum á víð og dreif í öðrum landshlutum. Þurrt veður og bjart verður hins vegar á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi. Meira »

Þjófurinn fannst í fangageymslu lögreglu

06:17 Lögregla var kölluð að heimahúsi í Kópavoginum í gærkvöldi en farið hafði verið inn um glugga á húsinu, bíllykli stolið og bílnum ekið á brott. Málið reyndist þó fljótafgreitt því bílþjófinn var þegar að finna í fangageymslu lögreglu. Meira »

Mikil fjölgun íbúa og uppbygging

05:30 Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú 9.691 og hefur fjölgað um 501 á einu ári, eða um 6,3%.   Meira »

Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu

05:30 „Það er tvennt sem vegast á í því máli. Annars vegar er það krafan um að við getum rekið hér skilvirkt bankakerfi, þar sem kostnaði er haldið í lágmarki og við getum aukið hagræðingu í fjármálakerfinu til hagsbóta fyrir viðskiptavini, heimili og fyrirtæki. En hins vegar eru það samkeppnisleg álitamál.“ Meira »

Gaf ekki upp hvort kæmi til mótmæla

05:30 „Þeir fara ekki inn í Seljaneslandið fyrr en búið er að hafa samráð við landeigendur og koma því þannig fyrir að hér verði sem minnst rask á landinu, vegna þess að hér er einstakt landsvæði og einstök náttúrufegurð.“ Meira »

Aukin verkefni á hálendisvaktinni

05:30 „Það er meira af verkefnum það sem af er sumri en það sem var síðasta sumar enda var það í rólegri kantinum. Þá var rok og rigning og enginn nennti upp á hálendi. Nú er staðan svolítið önnur,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um hálendisvaktina. Meira »

Tóku í óleyfi efni við Vífilsfell

05:30 Athugun forsætisráðuneytisins leiddi í ljós að verulegt magn efnis hefði verið tekið úr malarnámu í Bolaöldum við Vífilsfell á svæði sem fellur utan mats á umhverfisáhrifum. Meira »

Gjá milli þingflokks og grasrótar

05:30 Gjá er á milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og annarra sjálfstæðismanna. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokka er Sjálfstæðisflokkinn með 19% fylgi og er umræðan um orkupakka þrjú sögð eiga þar stóran þátt. Meira »

Skattur án sykurs

05:30 Verulegra breytinga sér nú stað í gosdrykkjaneyslu landsmanna þar sem sykurinn er á undanhaldi.   Meira »

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Fiskvagninn í sigurför til Malmö

Í gær, 21:56 Fish and Chips-vagninn fór með sigur af hólmi í Götubitakepninni sem haldin var um helgina á Miðbakkanum í Reykjavík. Vagninn heldur til Malmö í Svíþjóð í september til að keppa á alþjóðlegri götubitahátíð. Meira »

Engin atlaga að einokun ISNIC

Í gær, 20:12 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hafa verið mistök á sínum tíma þegar félagið ISNIC, eini útgefandi .is-léna, var einkavætt. Fyrirtækið starfi á einokunarmarkaði í skjóli einkaréttar. Meira »

Úr sjónum í ruslið

Í gær, 19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Í gær, 18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

Í gær, 18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

Í gær, 17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...