Sameining svar við rekstrarvanda

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, segir sameiningaráform koma til vegna erfiðari ...
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, segir sameiningaráform koma til vegna erfiðari markaðsaðstæðna. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhuguð sameining ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest kemur fyrst og fremst til vegna harðnandi samkeppni og verri rekstrarskilyrða. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda.

Fyrirtækin tvö, sem bæði sjá um farþegaflutninga til Keflavíkur og víðar um land, óskuðu í dag eftir leyfi frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar og ætti úrskurður að liggja fyrir á næstu mánuðum.

Taprekstur undanfarin ár

Allrahanda rekur þjónustu undir merkjum Gray Line og Airport Express en vörumerki Reykjavík Sightseeing Invest eru Airport Direct, SmartBus og Reykja­vík Sig­ht­seeing.

Uppsafnað tap fyritækjanna árin 2016 og 2017 nemur 418 milljónum króna. Til samanburðar námu rekstartekjur ársins 2017 um 4 milljörðum hjá Allrahanda og 610 milljónum hjá Reykjavík Sightseeing Invest.

Allrahanda, undir merkjum Gray Line, og Reykjavík Sightseeing Invest, í ...
Allrahanda, undir merkjum Gray Line, og Reykjavík Sightseeing Invest, í nafni Airport Direct, keppast um áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur ásamt Flybus Kynnisferða og Strætó. Ljósmynd/Grayline

Þórir segir bæði fyrirtæki hafa hagrætt töluvert í rekstri á undanförnum misserum og að það hafi skilað árangri, en ekki nægjanlegum. Fyrir liggi að samkeppni á ferðaþjónumarkaði hafi aukist mikið og rútufyrirtæki keppi við bílaleigur, en einnig aðra afþreyingarmöguleika.

Bendir hann á að hlutfall erlendra ferðamanna sem leigi bílaleigubíl í Leifsstöð við komuna til landsins hafi aukist úr 40% í 60% á nokkrum árum. Á sama tíma hafi aukin samkeppni haft í för með sér að verð á vinsælum túrum, svo sem Gullna hringnum, hafi lækkað þrátt fyrir að fullur 24% virðisaukaskattur hafi verið lagður á rútuferðir frá árinu 2016.

Viðræður hófust fyrir fall Wow 

Sameiningarviðræður hófust snemma vors, en þær fara fram í gegnum endurskoðunar-og lögfræðiskrifstofur enda er keppinautum ekki heimilt að skiptast á innherjaupplýsingum. Þær hafi því tekið dágóðan tíma. „Þú sest ekki bara niður með samkeppnisaðilanum og ákveður að nú skuli málið klárað,“ segir Þórir.

Fall Wow Air og vandræði flugfélaga með MAX-vélar Boeing hafi ekki verið til að bæta úr skák og hafi þau áföll hraðað viðræðunum.

Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum ...
Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum fyritækisins sem keyrir mili Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd/Aðsend

Þórir sér fyrir sér að fleiri fyrirtæki á markaðnum eigi eftir að sameinast á næstunni og bendir á nokkur dæmi um nýlegar sameiningar. Má þar nefna fyrirtækið Arctic Adventures sem sé orðið öflugt fyrirtæki sem nái góðri stærðarhagkvæmni með kaupum á öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja bíða þess nú að Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós á sameiningu, mögulega með fyrirvörum, og segir Þórir því ótímabært að ræða framtíðarsýn og drauma hins sameinaða félags. Ekki liggur því fyrir undir hvaða merkjum þjónusta þess verður rekin eða hvernig eignarhaldi verður háttað, þótt Þórir segi ákveðnar hugmyndir uppi um það.

Uppfært 12. júlí 12:59:

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Reykjavík Sightseeing sæi um rekstur rauðu strætisvagnanna sem keyra um miðborg Reykjavíkur. Hið rétta er að Kynnisferðir reka þá undir merkjum City Sightseeing.

mbl.is

Innlent »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Næstu skref Isavia ráðast á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...