Sameining svar við rekstrarvanda

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, segir sameiningaráform koma til vegna erfiðari ...
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda, segir sameiningaráform koma til vegna erfiðari markaðsaðstæðna. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhuguð sameining ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest kemur fyrst og fremst til vegna harðnandi samkeppni og verri rekstrarskilyrða. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda.

Fyrirtækin tvö, sem bæði sjá um farþegaflutninga til Keflavíkur og víðar um land, óskuðu í dag eftir leyfi frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar og ætti úrskurður að liggja fyrir á næstu mánuðum.

Taprekstur undanfarin ár

Allrahanda rekur þjónustu undir merkjum Gray Line og Airport Express en vörumerki Reykjavík Sightseeing Invest eru Airport Direct, SmartBus og Reykja­vík Sig­ht­seeing.

Uppsafnað tap fyritækjanna árin 2016 og 2017 nemur 418 milljónum króna. Til samanburðar námu rekstartekjur ársins 2017 um 4 milljörðum hjá Allrahanda og 610 milljónum hjá Reykjavík Sightseeing Invest.

Allrahanda, undir merkjum Gray Line, og Reykjavík Sightseeing Invest, í ...
Allrahanda, undir merkjum Gray Line, og Reykjavík Sightseeing Invest, í nafni Airport Direct, keppast um áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur ásamt Flybus Kynnisferða og Strætó. Ljósmynd/Grayline

Þórir segir bæði fyrirtæki hafa hagrætt töluvert í rekstri á undanförnum misserum og að það hafi skilað árangri, en ekki nægjanlegum. Fyrir liggi að samkeppni á ferðaþjónumarkaði hafi aukist mikið og rútufyrirtæki keppi við bílaleigur, en einnig aðra afþreyingarmöguleika.

Bendir hann á að hlutfall erlendra ferðamanna sem leigi bílaleigubíl í Leifsstöð við komuna til landsins hafi aukist úr 40% í 60% á nokkrum árum. Á sama tíma hafi aukin samkeppni haft í för með sér að verð á vinsælum túrum, svo sem Gullna hringnum, hafi lækkað þrátt fyrir að fullur 24% virðisaukaskattur hafi verið lagður á rútuferðir frá árinu 2016.

Viðræður hófust fyrir fall Wow 

Sameiningarviðræður hófust snemma vors, en þær fara fram í gegnum endurskoðunar-og lögfræðiskrifstofur enda er keppinautum ekki heimilt að skiptast á innherjaupplýsingum. Þær hafi því tekið dágóðan tíma. „Þú sest ekki bara niður með samkeppnisaðilanum og ákveður að nú skuli málið klárað,“ segir Þórir.

Fall Wow Air og vandræði flugfélaga með MAX-vélar Boeing hafi ekki verið til að bæta úr skák og hafi þau áföll hraðað viðræðunum.

Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum ...
Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum fyritækisins sem keyrir mili Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd/Aðsend

Þórir sér fyrir sér að fleiri fyrirtæki á markaðnum eigi eftir að sameinast á næstunni og bendir á nokkur dæmi um nýlegar sameiningar. Má þar nefna fyrirtækið Arctic Adventures sem sé orðið öflugt fyrirtæki sem nái góðri stærðarhagkvæmni með kaupum á öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja bíða þess nú að Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós á sameiningu, mögulega með fyrirvörum, og segir Þórir því ótímabært að ræða framtíðarsýn og drauma hins sameinaða félags. Ekki liggur því fyrir undir hvaða merkjum þjónusta þess verður rekin eða hvernig eignarhaldi verður háttað, þótt Þórir segi ákveðnar hugmyndir uppi um það.

Uppfært 12. júlí 12:59:

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Reykjavík Sightseeing sæi um rekstur rauðu strætisvagnanna sem keyra um miðborg Reykjavíkur. Hið rétta er að Kynnisferðir reka þá undir merkjum City Sightseeing.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...