Styttist í fyrsta sparkið

Það verður hart tekist á um boltann í ensku úrvalsdeildinni.
Það verður hart tekist á um boltann í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er ekki hægt að byrja á betri stað en eftir þetta ótrúlega tímabil sem var að ljúka í vor og það er víst að spennan hefur sjaldan verið meiri,“ segir Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Sjónvarpi Símans, en innan við mánuður er þar til flautað verður til leiks hjá Liverpool og Norwich í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Tómas Þór segir vinsældir ensku deildakeppninnar eiga sér langa sögu hér á landi. „Í gamla daga þurftu menn að hlusta á þetta í útvarpi í gegnum BBC, og hafa jafnvel heyrst sögur af mönnum austur á fjörðum sem hafi setið á þakinu til þess að geta hlustað á leik með Derby County í útvarpinu,“ segir Tómas. Það ætti þó enginn að þurfa að standa í slíkum loftfimleikum í vetur, en fljótlega verður hægt að kaupa áskrift að Enska boltanum á 4.500 krónur. Þá verður einnig innifalin í Sjónvarpi Símans Premium-áskrift, en nú þegar eru um 40.000 heimili með slíka áskrift.

Síminn og mbl.is munu jafnframt verða í samstarfi með umfjöllun á netinu, og verður þar „heimavöllur enska boltans“ eins og Tómas Þór orðar það. „Þar sem Síminn er ekki með fréttaþjónustu þurftum við að finna okkur samstarfsaðila og þá er best að fara bara beint í stærsta vef landsins.“ Öll mörk, hápunktar, vafaatriði og fleira sem tengist umfjöllun Símans um boltann mun því verða aðgengilegt á mbl.is í vetur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »