Tengsl milli fjárhags og kynferðisofbeldis

20.2% stúlkna segjast hafa upplifað kynferðisofbeldi eða áreitni og 37,6 ...
20.2% stúlkna segjast hafa upplifað kynferðisofbeldi eða áreitni og 37,6 % þeirra stúlkna sem upplifa fjárhag heimilisins slæman sögðu það sama. mbl.is/Hari

Unglingar sem upplifa fjárhagsstöðu heimilisins sem slæma eru líklegri en aðrir jafnaldrar þeirra til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þetta er eru niðurstöður rannsóknar sem þau Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, og Ársæll Arnarsson, prófessor á sama sviði, unnu á áhrifum kyns og fjárhagsstöðu á að unglingar verði fyrir kynferðisofbeldi. 

Rannsóknin er unnin er upp úr spurningalistum samevrópskrar rannsóknar, Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC) frá 2014, sem er lögð fyrir börn í 6., 8. og 10. bekk. Sá hluti spurninganna sem rannsókn þeirra Eyglóar og Ársæls byggir á var þó eingöngu lagður fyrir börn í 10. bekk hér á landi og svöruðu 3.618 börn, eða 85% könnuninni.

Niðurstöðurnar sýna að 14,6% ungmennanna höfðu upplifað einhvers konar kynferðislegt áreiti eða ofbeldi og voru stúlkur helmingi líklegri en drengir til að hafa upplifað slíkt, eða 20.2% stúlkna á móti 9.1% drengja.

37,6% stúlkna og 16,7% drengja

Þau börn sem upplifðu fjárhag fjölskyldunnar slæman voru líklegri til að hafa upplifað kynferðisofbeldi eða áreitni, en 29,9% þessa hóps sagðist hafa sætt kynferðisofbeldi eða áreitni. Af þeim stúlkum sem töldu fjárhag fjölskyldunnar slæman kváðust 37,6 % hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi og 16,7% drengja. Eygló bendir á að þó könnunin sýni að kynið hafi meira að segja en fjárhagsstaða þá sé niðurstaðan sú að fleiri drengir, líkt og stúlkur sem upplifi slæman fjárhag, segist hafa orðið fyrir kynferðislegu áreitni eða ofbeldi.

Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir rannsóknina sýna ...
Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir rannsóknina sýna mikilvægi þess að styrkja og efla getu barna til að takast á við allskyns aðstæður í eigin lífi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Niðurstöðurnar sýna okkur þó líka að krakkar sem upplifa fjárhagsstöðu fjölskyldunnar góða verða einnig fyrir ofbeldi, en líkurnar eru meiri hjá þeim upplifa hana slæma,“ segir Eygló í samtali við mbl.is, en rannsókn þeirra Ársæls birtist í maí í tímaritinu International Journal of Environmental Research and Public Health. „Þetta sýnir að börn sem upplifa fjárhag fjölskyldunnar erfiðan eru í viðkvæmari stöðu varðandi margt,“ segir Eygló og ítrekar að fjöldi foreldra standi þó vel við bakið á börnum sínum óháð fjárhag.

Segir ekkert um gerendurna

Hún bendir líka á að í rannsókninni sé ekki kannað hverjir gerendurnir séu og því ekki vitað hvort ofbeldið eigi sér stað inni á heimilum eða hvort að um jafningja sé að ræða. Því þurfi að fara varlega í túlkun á niðurstöðunum.

„Aðrar rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem börnin eldast þá eykst tíðni þeirra sem segjast hafa sætt ofbeldi og túlkun flestra hefur verið á þá leið að hækkandi tíðni megi m.a. skýra með því að ungmennin séu að að prófa sig áfram í samböndum og fleiru,“ segir Eygló.

Hún hefur unnið með unglingum um árabil, m.a. sem grunnskólakennari og í æskulýðsstarfi hjá Reykjavíkurborg og segir alla sem vinna með ungu fólki hafa áhuga á líðan þess og umhverfi. „Minn persónulegi áhugi hefur beinst að því  hvernig samfélagið getur staðið með þeim börnum sem eiga á brattan að sækja af einhverjum orsökum og efnahagsleg staða er eitthvað sem börn ráða ekki við.“

Ungmenni geti þannig verið í aðstæðum sem þau hafi ekki skapað sér og samfélagið sé misduglegt að bregðast við slíku.

„Þetta gefur innsýn í að þeir sem vinna með börnum, fjölskylda og vinir og aðrir þeir sem eru í kringum börn þurfa að hlúa betur að þeim. Börn og unglingar hafa ekki sömu möguleika á að vera gerendur í eigin lífi og við berum öll ábyrgð á þeim,“ segir Eygló. Rannsóknin sýni því  þeim sem vinna með börnum mikilvægi þess að styrkja og efla getu barnanna til að takast á við allskyns aðstæður í eigin lífi.

 „Vonandi opnar þetta því augu fólks fyrir þeim aðstöðu- og möguleikamun sem þau búa við því það er vel þekkt að margir eru lengi að vinna úr og glíma við afleiðingar kynferðisofbeldis.“

mbl.is

Innlent »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Næstu skref Isavia ráðast á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...