Tengsl milli fjárhags og kynferðisofbeldis

20.2% stúlkna segjast hafa upplifað kynferðisofbeldi eða áreitni og 37,6 ...
20.2% stúlkna segjast hafa upplifað kynferðisofbeldi eða áreitni og 37,6 % þeirra stúlkna sem upplifa fjárhag heimilisins slæman sögðu það sama. mbl.is/Hari

Unglingar sem upplifa fjárhagsstöðu heimilisins sem slæma eru líklegri en aðrir jafnaldrar þeirra til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þetta er eru niðurstöður rannsóknar sem þau Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, og Ársæll Arnarsson, prófessor á sama sviði, unnu á áhrifum kyns og fjárhagsstöðu á að unglingar verði fyrir kynferðisofbeldi. 

Rannsóknin er unnin er upp úr spurningalistum samevrópskrar rannsóknar, Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC) frá 2014, sem er lögð fyrir börn í 6., 8. og 10. bekk. Sá hluti spurninganna sem rannsókn þeirra Eyglóar og Ársæls byggir á var þó eingöngu lagður fyrir börn í 10. bekk hér á landi og svöruðu 3.618 börn, eða 85% könnuninni.

Niðurstöðurnar sýna að 14,6% ungmennanna höfðu upplifað einhvers konar kynferðislegt áreiti eða ofbeldi og voru stúlkur helmingi líklegri en drengir til að hafa upplifað slíkt, eða 20.2% stúlkna á móti 9.1% drengja.

37,6% stúlkna og 16,7% drengja

Þau börn sem upplifðu fjárhag fjölskyldunnar slæman voru líklegri til að hafa upplifað kynferðisofbeldi eða áreitni, en 29,9% þessa hóps sagðist hafa sætt kynferðisofbeldi eða áreitni. Af þeim stúlkum sem töldu fjárhag fjölskyldunnar slæman kváðust 37,6 % hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi og 16,7% drengja. Eygló bendir á að þó könnunin sýni að kynið hafi meira að segja en fjárhagsstaða þá sé niðurstaðan sú að fleiri drengir, líkt og stúlkur sem upplifi slæman fjárhag, segist hafa orðið fyrir kynferðislegu áreitni eða ofbeldi.

Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir rannsóknina sýna ...
Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir rannsóknina sýna mikilvægi þess að styrkja og efla getu barna til að takast á við allskyns aðstæður í eigin lífi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Niðurstöðurnar sýna okkur þó líka að krakkar sem upplifa fjárhagsstöðu fjölskyldunnar góða verða einnig fyrir ofbeldi, en líkurnar eru meiri hjá þeim upplifa hana slæma,“ segir Eygló í samtali við mbl.is, en rannsókn þeirra Ársæls birtist í maí í tímaritinu International Journal of Environmental Research and Public Health. „Þetta sýnir að börn sem upplifa fjárhag fjölskyldunnar erfiðan eru í viðkvæmari stöðu varðandi margt,“ segir Eygló og ítrekar að fjöldi foreldra standi þó vel við bakið á börnum sínum óháð fjárhag.

Segir ekkert um gerendurna

Hún bendir líka á að í rannsókninni sé ekki kannað hverjir gerendurnir séu og því ekki vitað hvort ofbeldið eigi sér stað inni á heimilum eða hvort að um jafningja sé að ræða. Því þurfi að fara varlega í túlkun á niðurstöðunum.

„Aðrar rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem börnin eldast þá eykst tíðni þeirra sem segjast hafa sætt ofbeldi og túlkun flestra hefur verið á þá leið að hækkandi tíðni megi m.a. skýra með því að ungmennin séu að að prófa sig áfram í samböndum og fleiru,“ segir Eygló.

Hún hefur unnið með unglingum um árabil, m.a. sem grunnskólakennari og í æskulýðsstarfi hjá Reykjavíkurborg og segir alla sem vinna með ungu fólki hafa áhuga á líðan þess og umhverfi. „Minn persónulegi áhugi hefur beinst að því  hvernig samfélagið getur staðið með þeim börnum sem eiga á brattan að sækja af einhverjum orsökum og efnahagsleg staða er eitthvað sem börn ráða ekki við.“

Ungmenni geti þannig verið í aðstæðum sem þau hafi ekki skapað sér og samfélagið sé misduglegt að bregðast við slíku.

„Þetta gefur innsýn í að þeir sem vinna með börnum, fjölskylda og vinir og aðrir þeir sem eru í kringum börn þurfa að hlúa betur að þeim. Börn og unglingar hafa ekki sömu möguleika á að vera gerendur í eigin lífi og við berum öll ábyrgð á þeim,“ segir Eygló. Rannsóknin sýni því  þeim sem vinna með börnum mikilvægi þess að styrkja og efla getu barnanna til að takast á við allskyns aðstæður í eigin lífi.

 „Vonandi opnar þetta því augu fólks fyrir þeim aðstöðu- og möguleikamun sem þau búa við því það er vel þekkt að margir eru lengi að vinna úr og glíma við afleiðingar kynferðisofbeldis.“

mbl.is

Innlent »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...