„Þetta er frægt svindl í Evrópu“

Hér má sjá tæki breska hópsins í Þorlákshöfn í morgun, ...
Hér má sjá tæki breska hópsins í Þorlákshöfn í morgun, en þau verða flutt til Hollands með flutningaskipinu Mykinesi á morgun. Ljósmynd/Hafþór Rúnar Sigurðsson

„Þeir telja sig vera í lögmætum erindagjörðum og eigi heimildir til þess að vera hér á landi og stunda sín viðskipti í skjóli EES-samnings. Það eru þær skýringar sem þeir hafa fært fram,“ segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjóra hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við mbl.is, spurður út það í hvaða skýringar erlendur malbikunarhópur sem verið hefur að störfum hér á landi undanfarnar vikur hafi gefið á starfsemi sinni.

Vegagerðin hefur að sögn Jóns Hauks gert athugasemdir við að malbik eða einhverskonar efni hafi verið lagt á veg sem er á forræði stofnunarinnar og það mál er til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Lögregluskýrsla var tekin af þeim manni sem kynnti sig sem fyrirsvarsmann malbikunarhópsins í gær, en þeir segjast vera frá breska fyrirtækinu Tarmacadams, sem skráð er í borginni Darlington í Englandi.

Á leið úr landi

Þá hefur lögreglan á Suðurlandi fjögur mál til skoðunar, sem snerta þennan sama hóp manna. Hópurinn virðist nú á leið úr landi eftir að fjallað var um störf þeirra í fjölmiðlum í gær, fyrst á vef Skessuhorns og svo einnig í kvöldfréttum RÚV.

Samkvæmt heimildum mbl.is hafa mennirnir bókað far fyrir bíla sína með flutningaskipinu Mykinesi frá Þorlákshöfn á morgun, en skipið siglir alla föstudaga frá Þorlákshöfn og til Rotterdam í Hollandi.

„Við höfðum afskipti af þessum mönnum 4. og 5. júlí og eftir það fara þeir þarna á Vesturlandið og svo hef ég einhverjar spurnir af því að þeir hafi verið að bjóða þjónustu sína í Reykjavík í morgun, með svipuðum hætti,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavik hafa í dag rætt sín á milli um það á Facebook að enskumælandi menn hafi gengið á milli húsa og boðið fram þjónustu sína við malbikun eða hellulagningu. Ekki liggur fyrir hvort um sama hóp manna sér að ræða.

Oddur segir ekkert stöðva mennina í að fara úr landi, kjósi þeir að gera það. Ekki liggi einu sinni fyrir um hvort klárt lögreglumál sé að ræða.

„Þó að þetta séu ekki heiðarlegustu viðskiptin þá er ekki auðvelt að segja að þetta séu klár brot, fjársvikabrot eða eitthvað svoleiðis,“ segir Oddur og bætir við að þegar að fólk semji um þjónustu sín á milli geti komið upp ósætti, verkkaupi geti talið sig fá ófullnægjandi þjónustu, en það sé ekki endilega lögreglumál.

Flúðu ágenga Hvolsvallarlöggu

Fjölnir Sæmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir í samtali við mbl.is að hann hafi rætt margoft við þessa menn, svo oft að þeir virðist á endanum hafa fært sig á Vesturlandið, orðnir þreyttir á Hvolsvallarlöggunni sem var ítrekað að angra þá. Hann segist hafa tilkynnt af starfsemi þeirra til skattayfirvalda.

„Það er í skattalögunum að þú megir vera með tvær milljónir í tekjur af alls konar sölu án þess að með virðisaukaskattsnúmer, þeir virðast hafa komist að þeirri reglu og segjast svo aldrei vera búnir að vinna fyrir tveimur milljónum. Ég sagðist vilja fá að hver kostnaðurinn þeirra væri á móti, þeir hafa ekki viljað gefa það upp,“ segir Fjölnir.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvar þeir kaupa efnið sem þeir nota við vinnu sína, en Fjölnir segir að lögreglan á Suðurlandi sé kannski komin á slóðina með það.

„Þetta er frægt svindl í Evrópu. Þetta er bara það sama og með Írana í fyrra, sem komu um landið og voru að þrífa,“ segir Fjölnir, en lögreglan varaði í fyrra við írskum mönnum sem voru á ferðinni um landið og buðust til þess að smúla innkeyrslur, glugga og þök gegn gjaldi, sem reyndist síðan oftast hærra en það sem samið var um í upphafi.

„En þetta er frægt svindl, þú getur bara fundið þetta á YouTube, svindl með afgangsmalbik. Þeir herja bara á einstaklinga og vilja helst að þú millifærir bara á staðnum í heimabanka. Þetta komst upp þegar það fór einn í bankann að millifæra, þá neitaði Arion banki að millifæra samkvæmt einhverjum reikningi,“ segir Fjölnir.

En hvernig hefur þjónustan verið sem þeir eru að veita?

„Þetta er náttúrlega ekki vel gert sko,“ segir Fjölnir og segir mennina hafa verið að nota einhverskonar granítefni við malbikunina. „Þar sem ég sá þetta fyrst voru komin hjólför í þetta strax.“

Fjölnir segir að á dögunum hafi einn viðskiptavinur mannanna haft samband við lögreglu og beðið Fjölni um að vera viðstaddan er mennirnir ætluðu að koma og innheimta greiðslu fyrir verk sitt. Er þeir hafi séð lögreglubílinn á staðnum hafi þeir þó bara látið sig hverfa.

Oddur yfirlögregluþjónn segir að lögreglan bendi fólki á að öll svona starfsemi og gylliboð gefi tilefni til þess að vera skoðuð og að fólk eigi að passa að láta ekki plata sig.

mbl.is

Innlent »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

19:30 „Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.“ Meira »

13 kg af amfetamíni á tveimur mánuðum

19:13 Á síðustu tveimur mánuðum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 13 kíló af amfetamíni í tveimur málum. Lögreglan telur að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi sem er erfiðara fyrir lögregluna að finna því starfsemin er skipulögð. Meira »

„Þetta var bara einum of mikið“

18:55 „Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

18:34 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en hann hljóðaði upp á 616 milljónir króna. Eng­inn hlaut held­ur ann­an vinn­ing, þar sem rúm­ 31 millj­ón króna var í boði. Meira »

Talar við tunglfara í sjónvarpsmynd

18:30 „Eftir að hafa lifað og hrærst í geimferðasögunni síðustu ár og kynnst nokkrum af þeim mönnum sem fóru til tunglsins á sínum tíma geri ég mér sífellt betur ljóst hve stórt hlutverk Ísland hafði í þessu ævintýri,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík. Meira »

Hótaði því að drekka blóð lögregluþjóns

17:20 Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst fyrir þjófnað, hótanir, valdstjórnarbrot og líkamsárásir. Maðurinn er hælisleitandi og á engan sakaferil hér á landi. Meira »

Enginn skráð boðsmiða nema Pawel

17:00 Skrifstofa borgarstjórnar lítur svo á að boðsmiðar á viðburði þurfi ekki að skrá í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa nema virði þeirra sé yfir 50.000 krónum. Þetta kemur fram í svari skrifstofunnar við fyrirspurn mbl.is Meira »

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

16:47 Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst. Meira »

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

16:44 Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum. Meira »

Níu eldingar við Þorlákshöfn

16:30 Þrumuveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann. Meira »

Málin tekin til efnislegrar meðferðar

15:50 Mál Safari og Sarwari fjölskyldnanna verða tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður þeirra, í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að tveir fullorðnir hafi smitast

15:40 Grunur leikur á að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli en í dag voru rannsökuð sýni frá 14 manns sem talið er að gætu verið með sýkinguna. Beðið er staðfestingar á því hvort um er að ræða sömu bakteríu og hjá börnum sem áður hafa greinst. Meira »

Isavia búið að kæra til Landsréttar

15:16 „Við erum búin að kæra til Landsréttar þar sem við óskum eftir því að hnekkja þeirri ákvörðun að réttaráhrifum verði ekki frestað,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. ALC hefur þegar hafið undirbúning við að koma flugvélinni úr landi og má því segja að kapphlaupið um vélina sé hafið. Meira »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...