Vill verkföll í haust að óbreyttu

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Framsýnar stéttarfélags samþykkti ályktun í gær þar sem skorað er á aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að boða til verkfalla í haust standi samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) við ákvörðun sína um að mismuna starfsmönnum sveitarfélaga með eingreiðslu í sumar meðan ekki hafa náðst samningar.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Framsýn að þar sé átt við að starfsmenn sveitarfélaganna sem falla undir kjarasamning SNS við Starfsgreinasambandið verði undanskildir í þeim efnum. Þar segir enn fremur að mikil reiði sé á meðal starfsmanna sveitarfélaga í garð samninganefndar SNS.

Ályktun Framsýnar er svohljóðandi:

„Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasamband Íslands (SGS) sem Framsýn á aðild að, átt í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum.

Því miður hafa viðræðurnar ekki skilað tilætluðum árangri. Í ljósi stöðunnar var ekkert annað í boði fyrir aðildarfélög SGS en að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, enda gert ráð fyrir því í lögum takist viðsemjendum ekki að ná fram kjarasamningi, að deilunni sé vísað til ríkissáttasemjara til úrlausnar.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú þegar samið við einstök sambönd og stéttarfélög um að þeirra félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum fái greiddar kr. 105.000 eingreiðslu miðað við fullt starf þann 1. ágúst 2019 sem greiðslu inn á væntanlegan kjarasamning. Það er til þeirra félaga og sambanda sem beðið hafa á kantinum meðan aðildarfélög SGS hafa barist um á hæl og hnakka við að reyna að landa nýjum kjarasamningi en án árangurs.

Þegar aðildarfélög SGS kröfðust þess að félagsmenn þeirra sem starfa hjá sveitarfélögunum fengju sömuleiðis umrædda eingreiðslu var því alfarið hafnað af hálfu samninganefndar sveitarfélaga með þeim rökum að Starfsgreinasambandið hefði vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

Það er með öllu ólíðandi og samninganefnd SNS til vansa að skilja sína lægst launuðu starfsmenn eina eftir úti í kuldanum, það er þá sem starfa eftir kjarasamningi sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn trúir því ekki fyrr en á reynir, að sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslum hyggist koma fram við sitt frábæra starfsfólk með þessum hætti.

Framsýn stéttarfélag skorar á samninganefnd SNS að endurskoða sína afstöðu. Það verður einfaldlega ekki liðið að sveitarfélögin í landinu sýni starfsmönnum sem búa við það ömurlega hlutskipti að vera á lægstu kauptöxtunum slíka lítilsvirðingu.

Framsýn stéttarfélag skorar á aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að slíta viðræðum við SNS og hefja undirbúning að sameiginlegum verkfallsaðgerðum í haust með það að markmiði að lama meðal annars allt skólastarf í leik- og grunnskólum landsins.

Það er einfaldlega ekki hægt að aðildarfélög SGS standi aðgerðarlaus á kantinum á sama tíma og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar kinnroðalaust að mismuna starfsmönnum sveitarfélaga. Skammist ykkar!“

mbl.is

Innlent »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minniháttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »

„Aldrei mætt svona margir“

Í gær, 20:57 500 manns eru saman komnir til að snæða skötu í Gerðaskóla í Garði. Um góðgerðarviðburð er að ræða en fjórum milljónum verður úthlutað í kvöld. Meira »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

Í gær, 20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Í gær, 20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Í gær, 19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Í gær, 19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

Í gær, 19:30 „Þegar smíði hófst við Lindakirkju árið 2007 var eitt fyrsta verk smiðanna hjá Ístaki að koma sér upp vinnuborði. Það var notað lengst af við smíð kirkjunnar. Örlög slíkra vinnuborða eru oftast þau að gripið er til kúbeinsins og þau rifin.“ Meira »

13 kg af amfetamíni á tveimur mánuðum

Í gær, 19:13 Á síðustu tveimur mánuðum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 13 kíló af amfetamíni í tveimur málum. Lögreglan telur að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi sem er erfiðara fyrir lögregluna að finna því starfsemin er skipulögð. Meira »

„Þetta var bara einum of mikið“

Í gær, 18:55 „Þetta er náttúrulega bara ógeðslegasti fundur sem ég hef verið á,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í samtali við mbl.is um félagsfund hjá Pírötum sem fram fór í gær. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 18:34 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en hann hljóðaði upp á 616 milljónir króna. Eng­inn hlaut held­ur ann­an vinn­ing, þar sem rúm­ 31 millj­ón króna var í boði. Meira »

Talar við tunglfara í sjónvarpsmynd

Í gær, 18:30 „Eftir að hafa lifað og hrærst í geimferðasögunni síðustu ár og kynnst nokkrum af þeim mönnum sem fóru til tunglsins á sínum tíma geri ég mér sífellt betur ljóst hve stórt hlutverk Ísland hafði í þessu ævintýri,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík. Meira »

Hótaði því að drekka blóð lögregluþjóns

Í gær, 17:20 Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst fyrir þjófnað, hótanir, valdstjórnarbrot og líkamsárásir. Maðurinn er hælisleitandi og á engan sakaferil hér á landi. Meira »

Enginn skráð boðsmiða nema Pawel

Í gær, 17:00 Skrifstofa borgarstjórnar lítur svo á að boðsmiðar á viðburði þurfi ekki að skrá í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa nema virði þeirra sé yfir 50.000 krónum. Þetta kemur fram í svari skrifstofunnar við fyrirspurn mbl.is Meira »

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

Í gær, 16:47 Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst. Meira »

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

Í gær, 16:44 Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum. Meira »

Níu eldingar við Þorlákshöfn

Í gær, 16:30 Þrumuveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann. Meira »