Færa starfsemina út fyrir landsteinana

Höfuðstöðvar Microsoft á Íslandi hafa verið í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Microsoft á Íslandi hafa verið í Borgartúni. mbl.is/RAX

Verulega hefur dregið úr umsvifum Microsoft á Íslandi síðustu ár. Starfsmenn fyrirtækisins voru 18 árið 2013 en eru nú einungis sex talsins. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að ráðist hafi verið í miklar breytingar á rekstrinum.

„Við höfum verið að breytast mikið síðustu ár. Þetta hefur síðan gerst virkilega hratt síðustu tvö ár og segja má að farið hafi verið í ákveðnar kúvendingar á rekstrinum,“ segir Heimir og bætir við að starfsemin muni í auknum mæli færast til Írlands. Þá verði aukið traust lagt á samstarfsaðila fyrirtækisins hér á landi.

„Með þessu erum við að treysta aðilum á borð við Origo og Advania auk annarra til að annast þjónustuna. Þeirra tækifæri felst í því að fanga þessa viðskiptavini betur en þeir hafa gert áður og taka þannig við því hlutverki sem Microsoft sinnti í ákveðinn tíma,“ segir Heimir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgnblaðinu i dag segir að vitað sé til þess að fjöldi erlendra tæknifyrirtækja færi starfsemi sína til Írlands sökum skattalegs hagræðis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »