Framlengja lokun Gróttu

Svæðið nálægt Gróttu, sem og Grótta er vinsælt útivistarsvæði og …
Svæðið nálægt Gróttu, sem og Grótta er vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun Gróttu á Seltjarnarnesi fyrir umferð gesta, en umrætt svæði er skilgreint sem friðland og er umferð óviðkomandi fólks bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí.

Framlengd lokun tekur því gildi 15. júlí en samkvæmt tilkynningu telur Umhverfisstofnun hana mikilvæga þar sem hætta sé á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opnað á þeim tíma sem tilgreindur er í auglýsingu nr. 13/1948, enda um viðkvæmt tímabil fuglalífs að ræða.

Svæðið nálægt Gróttu, sem og Grótta sé vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst.

Um skyndilokun á svæðinu er að ræða sem standa mun yfir í tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert