Gætu aflétt viðvörun við Svínafellsjökul

Ferðalangar njóta rjómablíðu við Svínafellsjökul í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu.
Ferðalangar njóta rjómablíðu við Svínafellsjökul í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. mbl.is/RAX

Ekki er útilokað að í haust verði tilmæli um varúð við Svínafellsjökul endurskoðuð. Síðastliðinn vetur hefur sprunga í Svínafellsheiði, sem valdið gæti berghlaupi, opnast hægar en meðaltalið frá árinu 2010 segir til um.

Engar skipulagðar ferðir hafa verið á jökulinn frá því síðasta sumar, en talið er að sprungan hafi myndast eftir að aðhald frá jöklinum minnkaði vegna hopunar hans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hópur vísindamanna heldur að jöklinum í næstu viku til að undirbúa uppsetningu fleiri mælitækja, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Skynjararnir verða settir upp í ágúst eða september.

„Við ætlum að mæla á öðrum stöðum þar sem við munum koma fyrir viðmiðunarboltum og gera greiningu með gervihnattargögnum til að komast að því hvort aðrir staðir eru með jafn hægri hreyfingu. Það getur verið mismunandi ef sprungurnar liggja þannig að eitthvað opnast á bak við þá bolta sem mældir eru,“ segir Tómas, en umrædd sprunga opnaðist aðeins um örfáa millimetra á síðasta ári samkvæmt mælitækjum sem þegar eru á staðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert