Gætu fjarlægt húsin strax á morgun

Ármann segir það vilja Kópavogsbæjar að fjarlægja sumarhús í niðurníðslu …
Ármann segir það vilja Kópavogsbæjar að fjarlægja sumarhús í niðurníðslu í námunda við Elliðavatn. mbl.is/​Hari

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, ítrekar í samtali við Morgunblaðið vilja bæjaryfirvalda til að fjarlægja sumarhús í niðurníðslu í námunda við Elliðavatn, steinsnar frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. Um er að ræða sumarhús í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested landeiganda en í Morgunblaðinu í gær var fjallað um húsin í máli og myndum.

Spurður um sína skoðun segir Ármann: „Mín skoðun er sú að þetta sé algjörlega óviðunandi. Ég hef sagt það að Kópavogsbær sé tilbúinn að fjarlægja þessi hús eigendum að kostnaðarlausu. Við erum tilbúin til að fara í það á morgun ef því er að skipta.“

Þá bætir hann við að það sem flókið sé í málinu sé að hér sé einfaldlega um að ræða hús inni á jörð í landi Kópavogs. „Bara rétt eins og aðrar jarðir í landi annarra sveitarfélaga. Og það eru svona deildar meiningar um hversu langt sveitarfélög geta gengið. Við höfum lýst þessu yfir og við höfum verið í miklum samskiptum við Heilbrigðiseftirlit [Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis]. Ég myndi vilja sjá þessi hús hverfa, bara sem allra fyrst.“

Lítil prýði er að niðurnýddum sumarbústöðum við Elliðavatn, sem bæði …
Lítil prýði er að niðurnýddum sumarbústöðum við Elliðavatn, sem bæði börnum og dýrum er talin geta stafað hætta af. mbl.is/​Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert