„Hún er á batavegi“

Aníta Katrín var þungt haldin og þurfti að fara í ...
Aníta Katrín var þungt haldin og þurfti að fara í kviðskilun. Ljósmynd/Aðsend

„Hún er á batavegi. Nýrun eru farin að taka við sér. Við tökum einn dag í einu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir tæplega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrnabilun eftir að hafa smitast af E.coli í Efstadal um miðjan júní en einkennin komu fram í lok júní.

Stúlkan þurfti að fara í kviðskilunarvél og lá þungt haldin á sjúkrahúsi um tíma. Í dag fékk barnið að fara heim í helgarleyfi en mætir aftur á sjúkrahúsið á sunnudagsmorgun það er að segja ef henni hrakar ekki heima hjá sér. Áslaug er vongóðu um að hún útskrifist fyrir þriggja ára afmælið sem er 28. júlí næstkomandi.  

Barnið hefur verið á sjúkrahúsi í 16 daga en hún var lögð inn 26. júní. Síðustu þrjá daga hefur rofað til og líðan hennar hefur verið nokkuð stöðug og hún hefur ekki þurft að nota kviðskilunarvél. „Matarlistin er að koma og hún er að braggast,“ segir Áslaug.

Ekki er hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg eftir eitrunina. „Það er ekki hægt að segja til um það strax hvort hún nái sér að fullu eftir þessa eitrun. Læknarnir segja að það sé hægt í fyrsta lagi eftir ár. Næsta árið verður hún undir eftirliti,“ segir Áslaug.  

Gulnaði upp í fanginu á föður sínum

Síðustu tæpu þrjár vikur hafa verið fjölskyldunni vægast sagt erfiðar. Talsverðan tíma tók að greina E.coli-bakterína í barninu og á meðan þjáðist hún af krömpum og miklum verkjum. Þegar nýrun biluðu kom það fljótlega í ljós. „Þetta var hræðilegu tími,“ segir Áslaug og heldur áfram „á sjötta degi eftir að einkenni koma fram með niðurgangi og miklum verkjum gefa nýrun sig mjög snögglega sunnudaginn 30. júní í miklum magakrampakasti. Ég sé hana gulna upp í fanginu á föður sínum, þá var þetta að gerast. Sem betur fer vorum við á sjúkrahúsinu og læknar og hjúkrunarfólk þyrpist að og allt fer í gang,“ segir Áslaug.

Aníta Katrín í Efstadal.
Aníta Katrín í Efstadal. Ljósmynd/Aðsend

Á þessum tíma fer hún í bráðaaðgerð. Í henni var kviðskilunarlegg komið fyrir í kviðarholinu á henni. Fyrsta sólahringinn var hún á gjörgæsludeild því kviðskilurnarleggurinn þurfti að gróa áður en hægt var að nota kviðskilunarvél til að hreinsa það sem nýrun eiga að sjá um. „Það varð að gera kviðskilunina handvirkt fyrst um sinn ef svo má að orði komast til að bjarga lífi hennar áður en hægt var að tengja hana við vélina,“ segir Áslaug. Þegar nýrun biluðu varð bjúgsöfnun við hjarta og önnur líffæri en heilinn slapp.  

Áslaug bendir á að HUS eitrun af völdum E.coli-bakteríunnar sé lífshættuleg, dæmi eru um að börn hafi látist af völdum hennar. Bráð nýrnabilun og blóðleysi stafar meðal annars af því að  E.coli gefur frá sér eitur sem lætur blóðið storkna í æðum líkamans, sérstaklega í nýrunum.

17 börn hafa greinst með E.coli-bakteríuna á síðustu dögum. Áslaug hvetur foreldra þeirra barna að hafa samband við sig. „Við erum að ganga í gegnum það sama og það er alltaf gott að miðla af reynslunni,“ segir hún og er feginn að komast loksins heim til sín í skamma stund með dóttur sína, Anítu Katrínu.   

mbl.is

Innlent »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »

„Léttir að sjá vélina fara í loftið“

11:22 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að hann sé ofsalega ánægður með að þessum kafla sé nú lokið, en í morgun hélt flugvélin TF GPA af landi brott eftir þriggja og hálfs mánaða kyrrsetningu. Lögmenn félagsins voru í viðbragðsstöðu síðasta sólarhringinn ef eitthvað kæmi upp á síðustu stundu. Meira »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...