„Hún er á batavegi“

Aníta Katrín var þungt haldin og þurfti að fara í ...
Aníta Katrín var þungt haldin og þurfti að fara í kviðskilun. Ljósmynd/Aðsend

„Hún er á batavegi. Nýrun eru farin að taka við sér. Við tökum einn dag í einu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir tæplega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrnabilun eftir að hafa smitast af E.coli í Efstadal um miðjan júní en einkennin komu fram í lok júní.

Stúlkan þurfti að fara í kviðskilunarvél og lá þungt haldin á sjúkrahúsi um tíma. Í dag fékk barnið að fara heim í helgarleyfi en mætir aftur á sjúkrahúsið á sunnudagsmorgun það er að segja ef henni hrakar ekki heima hjá sér. Áslaug er vongóðu um að hún útskrifist fyrir þriggja ára afmælið sem er 28. júlí næstkomandi.  

Barnið hefur verið á sjúkrahúsi í 16 daga en hún var lögð inn 26. júní. Síðustu þrjá daga hefur rofað til og líðan hennar hefur verið nokkuð stöðug og hún hefur ekki þurft að nota kviðskilunarvél. „Matarlistin er að koma og hún er að braggast,“ segir Áslaug.

Ekki er hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg eftir eitrunina. „Það er ekki hægt að segja til um það strax hvort hún nái sér að fullu eftir þessa eitrun. Læknarnir segja að það sé hægt í fyrsta lagi eftir ár. Næsta árið verður hún undir eftirliti,“ segir Áslaug.  

Gulnaði upp í fanginu á föður sínum

Síðustu tæpu þrjár vikur hafa verið fjölskyldunni vægast sagt erfiðar. Talsverðan tíma tók að greina E.coli-bakterína í barninu og á meðan þjáðist hún af krömpum og miklum verkjum. Þegar nýrun biluðu kom það fljótlega í ljós. „Þetta var hræðilegu tími,“ segir Áslaug og heldur áfram „á sjötta degi eftir að einkenni koma fram með niðurgangi og miklum verkjum gefa nýrun sig mjög snögglega sunnudaginn 30. júní í miklum magakrampakasti. Ég sé hana gulna upp í fanginu á föður sínum, þá var þetta að gerast. Sem betur fer vorum við á sjúkrahúsinu og læknar og hjúkrunarfólk þyrpist að og allt fer í gang,“ segir Áslaug.

Aníta Katrín í Efstadal.
Aníta Katrín í Efstadal. Ljósmynd/Aðsend

Á þessum tíma fer hún í bráðaaðgerð. Í henni var kviðskilunarlegg komið fyrir í kviðarholinu á henni. Fyrsta sólahringinn var hún á gjörgæsludeild því kviðskilurnarleggurinn þurfti að gróa áður en hægt var að nota kviðskilunarvél til að hreinsa það sem nýrun eiga að sjá um. „Það varð að gera kviðskilunina handvirkt fyrst um sinn ef svo má að orði komast til að bjarga lífi hennar áður en hægt var að tengja hana við vélina,“ segir Áslaug. Þegar nýrun biluðu varð bjúgsöfnun við hjarta og önnur líffæri en heilinn slapp.  

Áslaug bendir á að HUS eitrun af völdum E.coli-bakteríunnar sé lífshættuleg, dæmi eru um að börn hafi látist af völdum hennar. Bráð nýrnabilun og blóðleysi stafar meðal annars af því að  E.coli gefur frá sér eitur sem lætur blóðið storkna í æðum líkamans, sérstaklega í nýrunum.

17 börn hafa greinst með E.coli-bakteríuna á síðustu dögum. Áslaug hvetur foreldra þeirra barna að hafa samband við sig. „Við erum að ganga í gegnum það sama og það er alltaf gott að miðla af reynslunni,“ segir hún og er feginn að komast loksins heim til sín í skamma stund með dóttur sína, Anítu Katrínu.   

mbl.is

Innlent »

Dr. Gunni hesthúsar pylsu í foreftirrétt

20:20 Á nýopnuðum matarmarkaði á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sást til Dr. Gunna í hægindum sínum vera að gæða sér á pylsu í eftirrétt. Aðalrétturinn hafði ekki verið upp í „rassgatið á flugu.“ Meira »

Tveir fengu 121 milljón króna

19:55 Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Hins vegar voru tveir heppnir Norðurlandabúar með annan vinning og hlaut Dani og Norðmaður hvor um sig rúmlega 121 milljón króna. Meira »

Kemur til greina að loka tímabundið

19:03 Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

„Núna eru menn að vakna“

19:00 „Það kemur manni á óvart að það sé verið að bregðast við þessu núna fyrst. Skipstjórnarmenn á nýja Herjólfi hafa bent á að það þurfi að gera breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum og núna eru menn að vakna,” segir Njáll Ragnarsson formaður bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja. Meira »

„Þarf að gagnrýna forsetann“

18:25 „Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

17:50 „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...