Jónas Guðmundsson nýr formaður Almannaheilla

Jónas Guðmundsson, nýkjörinn formaður Almannaheilla.
Jónas Guðmundsson, nýkjörinn formaður Almannaheilla.

Jónas Guðmundsson, fyrrverandi rektor háskólans á Bifröst og fjármálastjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur verið kjörinn nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Hann er fimmti formaður samtakanna, sem starfað hafa í 10 ár, og samanstanda af á fjórða tug margra af helstu almannaheillasamtökum landsins.

Almannaheill hafa unnið að því að styrkja rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka og m.a. hvatt til setningar laga um félög til almannaheilla, sem ráðherra ferðamála, nýsköpunar og viðskipta lagði í annað sinn fram á nýliðnu þingi en var ekki afgreitt. Ráðherra hyggst leggja málið að nýju fram í haust. Almannaheill vinna einnig að því að efla traust á starfi almannaheillasamtaka.

Aðrir í aðal- og varastjórn Almannaheilla eru Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Halldór Sævar Guðbergsson, Halldór Auðar Svansson, Ómar Hlynur Kristmundsson, Vilmundur Gíslason, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Árni Einarsson, Ásdís Eva Hannesdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hrannar B. Arnarson Hrefna Sigurjónsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

mbl.is