Kapellan verður leikhús

Stund á milli stríða hjá Gunnari Birni Guðmundssyni fyrir framan …
Stund á milli stríða hjá Gunnari Birni Guðmundssyni fyrir framan kapelluna í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Kapellan í St. Jósefsspítala verður nýtt aðsetur Leikfélags Hafnarfjarðar, í að minnsta kosti ár, en bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt samning bæjarins við leikfélagið sem felur því afnot af kapellunni.

Leikfélag Hafnarfjarðar lýkur þar með tveggja og hálfs árs leit að hentugu húsnæði en félagið hefur í þann tíma þurft að hafast við í gámi. Þetta segir Gunnar Björn Guðmundsson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar, í samtali við Morgunblaðið en leikfélagið kom í fyrsta sinn saman í kapellunni í gær til að vinna í húsnæðinu og undirbúa það fyrir nýju starfsemina.

„Þetta er algjör björgun fyrir félagið. Það var bara á leiðinni að verða lagt niður. Það getur enginn starfað í gámi,“ segir Gunnar og bætir við að nú ætli félagið að blása til sóknar. „Leikfélag Hafnarfjarðar var með stærstu leikfélögum landsins og var ofboðslega sterkt hér áður fyrr. Núna erum við bara að reyna að endurvekja það,“ segir hann.

Í Morgunblaðinu í dag telur Gunnar tenginguna við kapelluna vera ákaflega jákvæða og segir meðlimi leikfélagsins vera spennta fyrir húsnæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert