Kviknaði í út frá eldavél

Minni háttar tjón varð vegna eldsins og engum varð meint …
Minni háttar tjón varð vegna eldsins og engum varð meint af. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning vegna reyks úr íbúðarhúsnæði við Hverfisgötu á ellefta tímanum í kvöld.

Kviknað hafði í út frá eldavél og tók slökkvistarf um hálfa klukkustund, en reykræsta þurfti íbúðina.

Minni háttar tjón varð vegna eldsins og engum varð meint af.

mbl.is