Kviknaði í út frá logandi sígarettu

Konan sofnaði með logandi sígarettu.
Konan sofnaði með logandi sígarettu. mbl.isÁrni Sæberg

Rannsókn lögreglu á bruna á stúd­enta­görðunum við Eggertsgötu 9. júlí sl. leiddi í ljós að eldur kviknaði út frá logandi sígarettu. Húsráðandi sofnaði með sígarettu í hönd sem leiddi til þess að það kviknaði í sængurfötum og eldurinn barst fljótt út um íbúðina. Húsráðandi vaknaði sem betur fer og komst út úr íbúðinni í tíma.

Rannsókn lögreglu er þar með lokið og niðurstaðan óhappatilvik. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. 

Kon­an var vistuð í fanga­geymslu lög­reglu eft­ir að eld­ur kom upp í íbúð henn­ar því hún var í annarlegu ástandi og lét öllum illum látum. Henni var sleppt úr haldi lög­reglu eftir yfirheyrslu. 

mbl.is