Rannsókn á hnífstungu miðar vel

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom austur og aðstoðaði við lögregluna …
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom austur og aðstoðaði við lögregluna á Austurlandi við vettvangsrannsókn í gær. mbl.is/Eggert

Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn á hnífstunguárás sem átti sér stað í Neskaupstað á miðvikudagskvöld miði vel áfram.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom austur og aðstoðaði við lögregluna á Austurlandi við vettvangsrannsókn í gær.

Annars sagði Jónas, í samtali við mbl.is, að málið væri á viðkvæmu stigi og því væri ekki hægt að gefa nánari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar eða málsatvik.

Einn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna málsins í gær og hefur maðurinn tekið ákvörðun um að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert