Sérsveitin aðstoðaði við handtöku

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Tveir menn voru handteknir með aðstoð sérsveit ríkislögreglustjóra í Hálsahverfi síðdegis í dag, en til átaka hafði komið þeirra á milli og voru þeir með áhöld sem þeir beittu sem vopnum.

Þetta staðfestir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið, í samtali við mbl.is en Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Mennirnir eru í haldi lögreglu og er málið í rannsókn.

mbl.is