„Þeir eru að selja skortinn“

Andri Snær Magnason segir að forystumenn í fyrirtækjum í opinberri ...
Andri Snær Magnason segir að forystumenn í fyrirtækjum í opinberri eigu þurfi að muna fyrir hvern þeir eru að vinna. mbl.is/Golli

Ef þeir eru að rugla í almenningi, hóta orkuskorti, skömmtun eða öðru í stað þess að standa vörð um orkuöryggi almennings verður að minna þá á það hvern þeir vinna fyrir,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann furðar sig stórlega á því sem hann kallar nýtt „PR-átak“ HS Orku, VesturVerks, Landsnets og RARIK um að orkan sé að verða búin.

VesturVerk og HS Orka eru í einkaeigu en Landsnet og RARIK í ríkiseigu og annast lagningu rafmagnslína um land allt. VesturVerk er það orkufyrirtæki sem mun annast framkvæmd Hvalárvirkjunar í Árneshreppi, sem hefur verið umdeild. 

Andri tilgreinir nýleg dæmi úr fjölmiðlum og af Facebook, þar sem VesturVerk hefur verið að kosta dreifingu á fullyrðingum um yfirvofandi orkuskort. „Þeir eru allir að tyggja sömu línurnar um skort á orku. Þeir eru að selja skortinn, aðeins vegna þess að þeir vilja fá að virkja meira til að selja meira,“ segir hann í samtali við mbl.is.

„Á sama tíma er Landsnet að offjárfesta í rafmagnslínum til að þjóna Bitcoin-verum og kísilverum. Íbúar þessa lands hafa enga hagsmuni af þessu,“ segir hann. „Það myndi enginn vilja virkja Hvalá ef hann vissi hvað Bitcoin-gröftur væri.“

VesturVerk kostar dreifingu frétta sem renna stoðum undir málflutning þess ...
VesturVerk kostar dreifingu frétta sem renna stoðum undir málflutning þess um að orkuskortur sé yfirvofandi. Skjáskot/Andri Snær

„Og HS Orka á ekkert með að tjá sig um almenning og orkuskort, löngun þeirra til að selja hverjum sem er orku er óendanleg, Bitcoin-framleiðendum, kísilverum, bókstaflega hverjum sem er og ég meina það ekki í yfirfærðri merkingu. Þeir hafa óendanlega löngun til að virkja og selja hverjum sem er orku,“ segir Andri.

Menn einfaldlega ekki að segja satt

Aflþörf almennings á Íslandi er um 300 MW. Uppsett afl sem aðgangur er að er um 2.700 MW. Heimilin í landinu nota þannig rúm 10% af orkunni í landinu. Bitcoin-gröftur á Íslandi notar um 150 MW. 

„Ef uppsett afl er 2.700 MW hér á landi, þá er langt í orkuskort hjá almenningi,“ segir hann. „Að hóta fólki orkuskorti er annaðhvort ósvífni eða dæmi um að orkumálin hér séu stjórnlaus.“

VesturVerk hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði með því að byggja ...
VesturVerk hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði með því að byggja stíflur við fimm fjallavötn. mbl.is/Golli

„Þess vegna, ef almenningi er talin trú um að næsta virkjun sé vegna þeirra - þá eru menn einfaldlega ekki að segja satt og þeir eru ekki að þjóna því fólki sem þeim er trúað fyrir. Þá hafa þeir hafa brugðist okkur og skyldum sínum,“ segir Andri.

Hann er að tala um ummæli Tryggva Þórs Haraldssonar rafmagnsveitustjóra hjá RARIK, sem hefur varað við yfirvofandi orkuskorti, ekki síst í ljósi viðvarana frá Landsneti um að þessi orkuskortur sé í vændum.

Bæði þessu fyrirtæki eru í opinberri eigu og sjá um að leggja flutningslínur fyrir rafmagn. Andri segir að minna verði menn á það hverjum þeir þjóna, sem sagt almenningi.

„Framleiðsla Bitcoin er formleg sönnun þess að það skiptir engu máli hverjum orkan er seld. Þetta er fullkomlega ógegnsætt og ábyrgðarlaust og Bitcoin-framleiðsla er í eðli sínu eins og djöfullinn sjálfur hafi búið þetta til. Þetta er stærðfræðilega botnlaus hít: þó að þú setjir alla orku í heiminum í að framleiða Bitcoin, þá minnkar ekki orkuþörfin,“ segir Andri, sem vill meina að með því að taka undir viðvaranir orkufyrirtækja um orkuskort gerist forstjórar og forsvarsmenn fyrirtækja í opinberri eigu meðsekir um þá villandi orðræðu sem höfð sé uppi um málefnið af orkufyrirtækjum.

Andri skrifar Facebook-færslu um málið sem hefur vakið mikil viðbrögð. Í athugasemd við færsluna segir Andri: „Kjaftæðið er svo algert og fullkomið. Auðveldasta lausnin er að banna orkufyrirtækjum að brenna náttúru til að búa til sýndarmynt.“

mbl.is

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...