Hafna félagi með ríkinu

Gengið með farangur inn í Selfossstrætó í Mjódd.
Gengið með farangur inn í Selfossstrætó í Mjódd. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga segir að sveitarstjórnarfólk taki illa í hugmyndir samgönguráðuneytisins um að stofnað verði sameiginleg félag ríkisins og landshlutasamtaka um rekstur almenningssamgangna.

Eva Björk Harðardóttir segir að með því fyrirkomulagi væri verið að láta sveitarfélögin taka yfir helming ábyrgðar á rekstri sem sé á verksviði ríkisins.

Taprekstur hefur verið á almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Eva Björk segir að hallinn hafi ekki verið gerður upp við sveitarfélögin sem átt hafi að gera, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samgönguráðuneytið hefur sent fulltrúum landshlutasamtaka hugmyndir um það hvernig sé hægt að eyða óvissu um ábyrgð á þjónustu og kostnaði. Annars vegar er nefnt að Vegagerðin taki þjónustuna alfarið yfir. Hins vegar að stofnað verði sameiginlegt félag ríkis og landshlutasamtaka. Gert er ráð fyrir því að sveitarfélögin eigi tæpan helming á móti ríkinu og taki á sig ábyrgð á kostnaði í samræmi við það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert