Ráðuneytið óskar eftir gögnum kjörnefndar

Þessu greinir Vigdís frá á Facebook-síðu sinni og birtir þar …
Þessu greinir Vigdís frá á Facebook-síðu sinni og birtir þar bréf dómsmálaráðuneytisins til sýslumannsins. mbl.is/Hanna

Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna úrskurðar kjörnefndar sem vísaði kæru Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa, vegna borgarstjórnarkosninganna 2018, frá í byrjun júlí.

Þessu greinir Vigdís frá á Facebook-síðu sinni og birtir þar bréf dómsmálaráðuneytisins til sýslumannsins þar sem þess er óskað að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir kjörnefndar við kæru ef einhverjar séu.

Enn fremur er þess óskað að umrædd gögn og athugasemdir berist eigi síðar en 19. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert