Seldu tvo af þremur vinningsmiðum

Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti Lottó að þessu sinni. Á þremur miðum er þó að finna fjórar réttar tölur auk bónustölunnar svokölluðu og þar með 2. vinning í útdrættinum. 

Fjarðarkaup seldu tvo af miðunum þremur en sá þriðji var seldur í gegnum vef Lottó, lotto.is. Hljóðar annar vinningur upp á rúmlega 128 þúsund krónur.

Einn miðahafi var með fjórar réttar tölur í þeim leik sem nefnist Jóker og fær sá 100 þúsund krónur í sinn hlut.

mbl.is