Vilja ekki 5 ára bekk í skólann

Fimm ára börn verða áfram í leikskóla á Seltjarnarnesi.
Fimm ára börn verða áfram í leikskóla á Seltjarnarnesi. mbl.is/Golli

Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, og Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, lögðust báðar gegn því að stofnað yrði til fimm ára deildar í Grunnskóla Seltjarnarness.

Þetta kemur fram í umsögn þeirra til skólanefndar Seltjarnarness en það var íbúi á Nesinu sem lagði fram erindið um stofnun fimm ára deildar við skólanefnd.

„Að baki þessu liggja bæði faglegar og praktískar ástæður. Þær faglegu má m.a. rekja til laga og aðalnámskrár leikskóla, en þær praktísku að hluta til þess að börnum hefur nú fjölgað umtalsvert í Mýrarhúsaskóla og á frístundaheimili fyrir aldurshópinn 6-9 ára þannig að Grunnskóli Seltjarnarness er ekki aflögufær um húsnæði, hvorki sem stendur né á komandi árum,“ segir í umsögn skólastjórnendanna, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert