„Alveg rosalegur árangur“

Danshópurinn Xtra Large vann silfur.
Danshópurinn Xtra Large vann silfur. Ljósmynd/Aðsend

Dansskólinn Dans Brynju Péturs kom svo sannarlega, sá og sigraði Dance World Cup í Braga í Portúgal í síðustu viku. Voru dansarar skólans stigahæstir af íslenska teyminu og unnu til verðlauna í öllum hópaflokkum sem þau tóku þátt í. 

Í mars var haldin forkeppni í Borgarleikhúsinu og alls fóru tíu íslenskir dansskólar með 120 keppendur til Portúgal. Ísland hefur ekki tekið þátt í keppninni fyrr en nú, en keppnin er sú stærsta í heimi fyrir ungt fólk á aldrinum 4-25 ára og var haldin í tíunda sinn í ár. 

„Allir keppendur okkar komust í gegn úr forkeppninni þannig að við fórum 23 talsins til Portúgal og bara sópuðum að okkur verðlaunum. Þetta var alveg rosalegur árangur,“ segir Brynja Pétursdóttir, eigandi Dans Brynju Péturs.

Þeir Brynjar Dagur Albertsson og Luis Lucas Cabambe unnu gullið.
Þeir Brynjar Dagur Albertsson og Luis Lucas Cabambe unnu gullið. Ljósmynd/Aðsend

„Við vorum stigahæst af öllu íslenska teyminu, lönduðum einu gulli, tveimur silfrum og tveimur bronsum sem er alveg frábær árangur. Við vorum í topp þremur í öllum hópaflokkum sem við tókum þátt í. Þetta var alveg tryllt,“ segir Brynja sigurreif.

Dansararnir frá Brynju voru þeir einu frá íslenska teyminu sem lönduðu gulli, einnig var Brynjar Dagur Albertsson stigahæsti íslenski dansarinn. Auk verðlauna Dans Brynju Péturs fengu Íslensku dansskólarnir Danskompaní og Chantelle Carey school of Performing Arts einnig verðlaun.

Brynja segir umfang keppninnar hafa verið mikið og gaman hafi verið að sjá svo stóra keppni.

„Þetta var massíft. Það voru yfir 6.000 keppendur að taka þátt frá 60 löndum þannig að það var varla þverfótað fyrir fólki. Þetta var alveg risakeppni. Mikill metnaður. 

„Við vissum ekkert við hverju við áttum að búast. Við bara mættum og gerðum eins og við gerum alltaf og svo byrjuðum við bara að raða inn verðlaunum. Þá snerist þetta í aðeins meiri keppnisferð,“ segir Brynja. 

Danshópurinn FIRE OUT vann brons.
Danshópurinn FIRE OUT vann brons. Ljósmynd/Aðsend

Brynja segir nemendur skólans vera gríðarlega ánægða með árangur sinn í keppninni. Þau hafi notið hverrar mínútu og séu strax farin að huga að næstu keppni. 

„Þau eru öll eru alveg í skýjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að fara utan í keppnisferð og við vorum ekki með neinar kröfur eða markmið eða neitt. Við ætluðum bara að fara og gera okkar besta og hafa ógeðslega gaman. Svo kom það bara á daginn að við vorum bara vinnandi medalíur hægri og vinstri. 

„Þau eru núna komin á bragðið og geta ekki beðið eftir að fara í næstu keppni,“ segir Brynja og telur líklegt að stefnan sé næst sett á keppnir í Hollandi eða New York í Bandaríkjunum.

mbl.is

Innlent »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...