Berfættur í fótspor Guðmundar góða

Þorsteinn við dyr „kamesins“ þar sem fer að sögn vel ...
Þorsteinn við dyr „kamesins“ þar sem fer að sögn vel um hann. Það voru ekki síst rannsóknir hans á „Hómer Skagfirðinga“ sem drógu Þorstein á þessar slóðir.

Þorsteinn Björnsson nýtútskrifaður íslenskufræðingur var bókavörður á Landsbókasafni í Vesturbæ undanfarin tvö sumur og komu þar ófáir að máli við hann í afgreiðslunni og spurðust fyrir um hitt og þetta, meðal annars bindi úr ritröðinni Skagfirskum fræðum. Þótti Þorsteini á stundum nóg um þennan áhuga Skagfirðinga á sjálfum sér, að bæði vera með bókaflokk um sjálfa sig og svo að leita eins ákaft í hann á söfnum.

Þorsteinn er búinn að éta þessa hneykslan ofan í sig: hann er heillaður af Skagafirðinum og eftir nokkurra mánaða dvöl á svæðinu segir hann heils bókaflokks bersýnilega þörf. Hið minnsta. Hann réð sig sumarlangt sem starfsmann á þjónustuborði við Háskólann á Hólum í Hjaltadal. „Andinn hressist hér á Hólum, það er bara þannig,“ segir Þorsteinn, sem hefur dvalið þar síðan í maí.

Á Hólum líður honum vel. „Háskólinn hér er að bæta þjónustuna yfir sumartímann, þannig að hingað þurfti sumarafleysingamann til að taka símann og sinna því sem til fellur. Ég mæti því galvaskur til vinnu klukkan átta á morgnana og frameftir degi,“ segir hann.

Sumarkvöld í Skagafirði. Þorsteinn tekur til baka allt sem hann ...
Sumarkvöld í Skagafirði. Þorsteinn tekur til baka allt sem hann hefur áður sagt um oflæti Skagfirðinga. Kirkja þessi er sú minnsta í sögu Hóla. Ljósmynd/Aðsend

„Þá getur hvort tveggja gerst, að ég svari spurningum sem varða skólastarfið beint, eða þá að fólk leiti til mín með eitthvert andans mál, jafnvel tengt staðnum frekar en skólanum,“ segir Þorsteinn, sem reynir þá að svara því eftir föngum. 

Snorrabúð stekkur

Og þegar andans mál eru annars vegar er á Hólum af nógu að taka. Staðurinn er þrunginn sögulegu mikilvægi, sem teygir sig allt aftur á 12. öld. Það birtist í daglegu lífi á staðnum, eins og Þorsteinn lýsir. „Ég hef reynt að fylgja fordæmum Guðmundar góða Arasonar biskups sem hér var. Sagt er að hann hafi haft til siðs að ganga berfættur upp í Gvendarskál á hverjum morgni til bæna og það hef ég reynt að gera líka, til að mæta frískur í vinnu,“ segir Þorsteinn.

Þau morgungönguáform hafa að vísu aldrei gengið eftir og hann hefur aldrei látið verða af þeim, en það breytir ekki hinu, að þetta er á dagskrá. Gvendarskál umrædd er sem sé sylla í Hólabyrðu, fjallinu sem gnæfir yfir Hólastað.

Það er einhvern veginn svona sem Þorsteinn birtist samstarfsmönnum sínum ...
Það er einhvern veginn svona sem Þorsteinn birtist samstarfsmönnum sínum á Hólum hvern morgun, eftir að hann hefur ætlað sér að skunda upp í Gvendarskál en ekki gert það. Ljósmynd/Aðsend

Þetta eru sögulegar slóðir. Þorsteinn vill meina, eins og hann segir jafnframt vel rökstutt af fróðari mönnum, eins og í bók Torfa Hjaltalíns, að á Hólum hafi á sínum tíma staðið ein stærsta timburkirkja í Norður-Evrópu. 

„Þetta segi ég við ferðamenn sem eiga hérna leið um staðinn og þá sperrir fólk eyrun. Aðrir efagjarnir píra augun og trúa mér kannski ekki alveg en þetta er þó held ég dagsatt,“ segir Þorsteinn en lýsir því að þó öfugsnúið hljómi, sé dómkirkjan sem stendur á Hólum nú sú minnsta sem þar hefur staðið.

Er Snorrabúð þá ekki hálfgerður stekkur, spyr blaðamaður, og fær það svar að svo sé, hið minnsta í þessum tiltekna skilningi.

Vægast sagt skólalegar vistarverur. Þess er að geta að bjallan ...
Vægast sagt skólalegar vistarverur. Þess er að geta að bjallan til vinstri er ekki Líkaböng, láti einhver sér detta það í hug. Ljósmynd/Aðsend

Grímur í Koti með spilkomu sína

Hólastaður er þó ekki að lifa neitt niðurlægingatímabil, segir Þorsteinn, þó kirkjan sé minni en áður. Honum sýnist sem svo að það sé öllu heldur að færast líf í staðinn, þó að ferðamannastraumurinn skili sér ekki af öllum þunga inn á þessar slóðir, enda ekki í alfaraleið.

„Þetta er þess vegna rólegur og friðsæll staður og hér er gott að vera,“ segir Þorsteinn sem sjálfur býr í „kamesinu“ sínu sem er í eigu háskólans. Ekki er ýkja mikið um að vera á vettvangi háskólans yfir sumarið en með haustinu hefst kennsla af fullum þunga, meðal annars í hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis- og fiskalíffræði.

„Þetta er í rauninni líka kjörinn staður fyrir barnafjölskyldur að búa og mér skilst að það sé hreyfing á þeim málum. Það er fólk að skoða að koma hingað og spár gefa til kynna að hér fari íbúatalan senn yfir 100 manns, sem hún hefur ekki gert síðan á 10. áratugnum,“ segir Þorsteinn, kátur með þróunina.

Hann er auðvitað ákveðinn ferðamaður sjálfur, Þorsteinn, þó íslenskur sé. „Þeir láta mig finna fyrir því Hólamenn að ég sé að sunnan. Þeir tala kjarngóða íslensku og mín reykvíska hljómar oft ekki vel í eyrum þeirra. Stundum láta þeir mann hafa svolítið fyrir hlutunum með torræðum orðasamböndum, sem mér líður eins og séu öll sérnorðlensk,“ segir Þorsteinn.

„Réttu mér fantinn, vinur, hvað, skilurðu ekki hvað ég segi!“

„Sjáðu, þetta er Grímur í Koti með spilkomu sína!“

Skólahúsið og klukkuturninn eru Þorsteini kær. Kirkjuturninn er sérstakur minnisvarði ...
Skólahúsið og klukkuturninn eru Þorsteini kær. Kirkjuturninn er sérstakur minnisvarði um Jón Arason, byggður um miðja síðustu öld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kirkjuklukkurnar taktur tilverunnar

Þorsteinn er þegar orðinn handgenginn þessu orðfæri eftir sumarlanga dvöl og því kemur vel til greina þegar hann fer sjálfur að eignast börn, að snúa aftur heim að Hólum, að keyra aftur heimeftir til að vera þá heimfrá, eins og þeir orða það, en í haust er hann á leiðinni aftur heim til Reykjavíkur. Hann fær ekki oft heimþrá á Hólum, þó að stundum sakni hann borgarglaumsins. Þegar örvænting grípur um sig á hann þess vitanlega alltaf kost að bregða sér af bæ og fara í kaupstaðinn, á Sauðárkrók.

„Ég kíki þá þangað og fæ mér pitsu og er það ágætis tilbreyting. Hins vegar leiðist mér sjaldnast hér á Hólum, því þó að ekki sé miklu félagslífi fyrir að fara, finnst mér ég alltaf vera hérna í samfélagi við söguna,“ segir Þorsteinn.

Hvað er átt við með því? „Maður sér svo vel hérna um dalinn þegar maður lítur í kringum sig. Þegar kirkjuklukkurnar óma hérna um Hjaltadalinn, sjálfur taktur tilverunnar, liggur við að maður sjái fyrir sér atburði liðinnar tíðar. Manni finnst maður sjá móta fyrir fyrirmennum fortíðar hraða sér í kirkju og ekki síður undirmálsfólki, holdsveiku fólki til dæmis, og maður finnur sterkt að hér er saga,“ segir Þorsteinn. 

Tónlist kirkjuklukknanna ber þannig með sér nið aldanna, þó tíð Líkabangar sé liðin, kirkjuklukkunnar frægu er slitnaði á 16. öld þegar lík Jóns Arasonar var flutt norður á Hóla. 

Asnalega forn í háttum

Niður aldanna, hann er Þorsteini að skapi, enda sjálfur „asnalega forn í háttum“ eins og hefur verið haft á orði um 23 ára gamlan manninn. „Þá er ekki amalegt að hafa eitt stykki torfhús hérna í bakgarðinum, sem lyftir staðnum mjög upp. Ég vildi helst lítið annað gera en að dvelja þar og kveða rímur,“ segir Þorsteinn.

Nýibær er frá 19. öld. Hann er nýr í þeim ...
Nýibær er frá 19. öld. Hann er nýr í þeim skilningi að hann er nýrri gamla Hólabænum, sem stóð mun neðar á túninu á sínum tíma. Ljósmynd/Aðsend

Það var ekki síst áhugi Þorsteins á einmitt rímnahefð Skagfirðinga sem vakti með honum þrá um að koma sér fyrir á Hólum en lokaritgerð hans í íslenskunáminu við háskólann fjallaði einmitt um rímnaskáldið Símon Dalaskáld, sjálfan Hómer Skagfirðinga, sem bjó í afdölum Skagafjarðar á 19. og 20. öld. 

„Ég hef ferðast nokkuð um Skagafjörðinn með þetta í huga og hef reynt að komast alla leið í Austurdalinn þar sem Símon dvaldi ungur, en þá var sem svipur Moniku heitinnar á Merkigili hafi vitjað mín og ráðlagt mér í skyndi að fara ekki lengra en að Bústöðum,“ segir Þorsteinn.

„Ég vildi helst lítið annað gera en að dvelja þar ...
„Ég vildi helst lítið annað gera en að dvelja þar og kveða rímur,“ segir Þorsteinn um torfbæinn, sérfræðingur í rímum. Ljósmynd/Aðsend

Kveðin hinsta vísan

Harmur er kveðinn að Þorsteini að þurfa að yfirgefa þennan stað þegar haustar og þar með yfirgefa félagsskap manna liðinnar tíðar, þar sem hann var farinn að kunna mjög vel við sig.

Ekki er loku fyrir skotið að þegar að kveðjustund komi láti Þorsteinn hafa eftir sér eitthvað á þessa leið:

Farvel Hólar fyrr og síð.
Farvel sprund og halur.
Farvel Rafta-fögur hlíð.
Farvel Hjaltadalur.

Talandi um rímnahefð Skagfirðinga.

mbl.is

Innlent »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...