„Fólk sendir mér fingurinn allan daginn“

„Það sendir mér fingurinn allan daginn, ekki miðjufingurinn heldur þumalfingurinn,“
„Það sendir mér fingurinn allan daginn, ekki miðjufingurinn heldur þumalfingurinn,“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk hefur tekið vel á móti mér og er afskaplega indælt. Það sendir mér fingurinn allan daginn, ekki miðjufingurinn heldur þumalfingurinn,“ segir danski rithöfundurinn Kurt L. Frederiksen hlæjandi í samtali við mbl.is. Hann er að ferðast hringinn í kring um Ísland á traktor með húsvagn í eftirdragi.

Kurt hefur verið staddur á Íslandi í þrjár og hálfa viku að keyra hringinn í kringum Ísland og ætlar að dvelja hér í eina og hálfa viku til viðbótar.

Þegar hann komst á eftirlaunaaldur ákvað hann að það væri kominn tími til að finna sér áhugamál. Hann hugleiddi það að byrja að stunda golf eða göngutúra en ákvað á endanum að elta langþráðan draum um að ferðast um Norðurlöndin og víðar á traktor.

Allt öðruvísi upplifun en að ferðast um á bíl

„Þetta hefur verið frábært á alla vegu. Ég hef verið heppinn með veður og félagsskap,“ segir Kurt sem var ekki langt frá Seljalandsfossi þegar mbl.is náði sambandi við hann.

„Ég fer auðvitað hægt yfir en það er einmitt tilgangurinn með ferðalaginu. Að ferðast og njóta náttúrunnar og umhverfisins. Ég hitti nýtt fólk á hverjum degi af því ég er á traktornum. Ef ég væri að ferðast um á bíl þá væri upplifunin allt öðruvísi.“

„Ef ég væri að ferðast um á bíl þá væri ...
„Ef ég væri að ferðast um á bíl þá væri upplifunin allt öðruvísi.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Traktorinn nær mest 25 kílómetrum á klukkustund og Kurt ekur um 100 til 150 kílómetra á dag eftir því hvað hann sér á leiðinni og hvar hann stoppar. Hann er duglegur að taka pásur inn á milli og kynnast fólki.

„Í gær hitti ég tvo unga menn frá Kanada og bauð þeim kaffisopa inni í vagninum. Þegar þú hringdir í mig áðan var ég svo að spjalla við danska fjölskyldu sem ég hitti. Margir stoppa mig og vilja taka myndir af mér og traktornum.“

Kemur sér vel að ferðast ekki með eiginkonunni

Hann saknar þó vissulega eiginkonu sinnar sem bíður hans heima í Danmörku. En þegar hann er spurður af hverju hann hafi ekki boðið henni með til Íslands stendur ekki á svörum:

„Það er bara eitt sæti í traktornum sjáðu til og það er bannað að keyra með farþega í húsvagninum. Svo það er sem betur fer útilokað því ef hún væri að ferðast með mér myndum við líklegast skilja fljótt. Það er ekki gaman að keyra með aftursætisbílstjóra,“ segir hann hlæjandi.

„En já ég sakna hennar en ég hef áður farið í langt ferðalag á traktornum þannig hún er vön að sjá á eftir mér,“ bætir hann við að lokum áður en hann heldur aftur að stað á leið austur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Súper sól
Súper sól Hólmasel 2, 209 Reykjavík, sími 587 0077...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...