Mikilvæg réttarbót hjá Airbnb

Breki segir viðskiptavini Airbnb á Íslandi og annars staðar í ...
Breki segir viðskiptavini Airbnb á Íslandi og annars staðar í álfunni munu njóta góðs af breytingunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrirtækið Airbnb hefur gert samkomulag við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að farið verði að kröfum framkvæmdastjórnarinnar og neytendayfirvalda í Evrópu um bætta neytendavernd viðskiptavina Airbnb. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á heimasíðu Neytendastofu, sem aftur vísar í upprunalega tilkynningu á vef Evrópusambandsins.

Meðal helstu atriða eru að notendur, sem sem hyggjast taka íbúð á leigu á Airbnb, sjá heildarverð íbúðarinnar strax í niðurstöðu leitar sem á að gera samanburð skýrari. Ýmis gjöld, svo sem þrifgjald, bókunargjald og skattar, leggjast oft á leiguverð til viðbótar við hefðbundið gjald fyrir hverja nótt. Nú á dögum eru þessi gjöld hins vegar ekki sýnileg þegar neytendur fá upp lista af íbúðum, heldur er þeim aðeins raðað eftir fasta gjaldinu á hverja nótt.

Airbnb mun merkja greinilega hvort íbúð er í útleigu einstaklings, eða fyrirtækis sem stundar slíka útleigu í atvinnuskyni. Þá hafa neytendur möguleika á að stefna Airbnb fyrir dómstólum í heimalandi sínu, og skal Airbnb taka það skýrt fram á vefsíðu sinni. Einnig skuli fyrirtækið virða rétt leigjenda til að stefna gestgjöfum, verði þeir fyrir tjóni meðan á leigutíma stendur, til dæmis vegna myglu.

Enn ein neytendaréttarbótin frá Evrópu

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að hér sé um mikla réttarbót fyrir neytendur að ræða, íslenska sem evrópska. Nefnir hann sérstaklega að mikilvægt sé að endanlegt verð liggi fyrir á vefsíðu þegar menn bera saman íbúðir.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það hefur verið eilífðarvandamál hjá okkur, ekki bara vegna Airbnb, heldur víða að neytendur hafi ekki upplýsingar um ýmis aukagjöld,“ segir Breki og nefnir að tíðkast hafi hjá sumum flugfélögum áður fyrr að sköttum og öðrum gjöldum hafi verið bætt inn í verð í lok bókunar. Síðar var það bannað með lögum og nú hafa neytendur upplýsingar um endanlegt verð strax þegar þeir gera samanburð á flugferðum.

Breki segist ekki viss hvort reglugerðin taki strax gildi á Íslandi, eða hvort leiða þurfi hana í lög. Fyrir Íslendinga sem leigja íbúðir í Evrópu hafi hún þó tekið gildi, og Íslendingar séu jú meira í að leigja íbúðir erlendis en í eigin landi.

Þá sé einnig frábært að Airbnb viðurkenni nú Rómarsamþykktina, sem Breki segir grunninn að neytendalöggjöf Evrópusambandsins og felur meðal annars í sér að neytandi geti sótt rétt sinn gagnvart fyrirtækjum í heimalandi sínu. „Þetta er ein af mörgum neytendaréttarbótum sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir síðustu ár og hefur verið neytendum til góða.“

Meðal annarra má nefna þak sem Evrópusambandið hefur lagt á færslugjöld sem kortafyrirtæki, líkt og VISA og Mastercard, leggja á verslanir. Mega þau nú ekki vera hærri en sem nemur 0,2% af fjárhæð debetkortafærslna og 0,3% af kreditkortafærslum.

mbl.is

Innlent »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...