Staurblankur eftir 3000 km á hjóli

Viktor Freyr Joensen, liðlega tvítugur íslenskur matreiðslunemi, er staddur í Perugia á Ítalíu. Hann er staurblankur. Þess vegna hamast hann þessa stundina við að læra nokkur orð í ítölsku áður en hann byrjar að vinna, sem verður á allra næstu dögum, vonar hann. Hann er að fara að vinna í eldhúsi á veitingastað og reyna að safna sér smá pening, svo hann geti haldið áfram ferðalagi sínu. Hann langar að hjóla hringinn í kringum heiminn.

„Ég keypti bara hjól og flaug til Noregs. Ég hef aldrei vitað hvert ég ætla næsta dag, nema bara þegar ég ákveð það á kvöldin inni í tjaldi,“ segir Viktor, sem er búinn að hjóla 3000 kílómetra frá því 18. maí.

Og myndbandið hér að ofan er samsett úr nokkrum hápunktum ferðarinnar.

Það voru viðbrigði þegar Viktor varð netlaus í Hollandi og ...
Það voru viðbrigði þegar Viktor varð netlaus í Hollandi og Belgíu og þurfti að reiða sig á óstafrænan leiðarvísi. Hann tekur sig samt ekki illa út með kortið.

Frá Noregi til Svíþjóðar, frá Svíþjóð til Danmerkur, frá Danmörku til Þýskalands, frá Þýskalandi til Hollands, frá Hollandi til Belgíu, frá Belgíu til Lúxemborgar, frá Lúxemborg til Frakklands, frá Frakklandi til Sviss, þaðan yfir Alpana til Ítalíu, til Mílanó og svo til Perugia. Þar er hann þegar blaðamaður nær símasambandi við hann alla leið suður í 30 gráðurnar. „Ég vildi að ég gæti þulið upp alla bæina líka en þeir eru bara svo margir að það er ekki hægt,“ segir hann og hlær.

„Ég sit hérna bara rólegur núna. Það var planið að staldra aðeins við á Ítalíu til að safna pening. Ég er eins blankur og hægt er núna en ég fékk vinna í eldhúsi hérna. Það krefst einhverrar lágmarksítölskukunnáttu, þannig að ég þarf að nýta tímann þar til ég byrja,“ segir Viktor, sem sér fram á að vera á Ítalíu í nokkra mánuði núna, þangað til hann getur haldið aftur af stað.

Viktor hefur efni á einum og einum ís en nú ...
Viktor hefur efni á einum og einum ís en nú vill hann safna pening til að halda áfram ferðalagi sínu.

Af stað hvert? Kemst hann lengra en hingað? „Draumurinn er að klára hringinn í kringum heiminn. Ég er búinn með næstum því alla Evrópu núna, þannig að nú er það að halda áfram,“ segir Viktor.

Varð þreyttur á því að stara á skjáinn í World Class

Það er langt ferðalag að baki, sem á sér enn lengri aðdraganda. Viktor var á æfingahjólinu í World Class heima á Íslandi í vor og hafði verið þar dag eftir dag að horfa á mismunandi sýndarlandslag á skerminum á hjólinu. Þar gat hann valið um Ítalíu, Frakkland, Sviss. Hann þreyttist smám saman á sýndarveruleikanum og hugsaði á endanum: „Af hverju fer ég ekki bara sjálfur til Ítalíu, Frakklands, Sviss?“

Úr varð, hann keypti hjól, miða aðra leið til Noregs og hér er hann nú. En hann vissi í fyrstu ekkert hvað hann var að fara út í.

„Og það var skrautlegt. Fyrstu dagana var ég svolítið hugsi yfir því hvað ég væri eiginlega búinn að koma mér út í,“ segir hann. „Ég lenti í alls konar hræðilegu veseni. Það byrjaði einhver rigningarstormur að elta mig, og ég bara með tjald að reyna að finna stað til að sofa á, fullkomlega þekkingarlaus um staðina sem ég var á,“ segir hann. Þannig voru fyrstu dagarnir.

Hann setur það ekki fyrir sig þótt hann þurfi að ...
Hann setur það ekki fyrir sig þótt hann þurfi að skella sér upp smá halla.

„En svo hélt ég áfram,“ segir hann. Hann setti sér lágmark um að hjóla alltaf 50 kílómetra á dag, sama hvað tautaði og raulaði. Þeir urðu þó að meðaltali um 70-80 kílómetrar á dag.

„Þetta fór að verða fallegra, fallegra og fallegra,“ segir hann. „Því lengra sem maður fór þroskaðist maður og vandist þessu. Stór vandamál urðu bara lítil,“ segir Viktor.

Eins og týndur smákrakki símalaus

Stór vandamál, lítil vandamál, það er spurning hvað maður kallar það að vera netlaus einn í miðri Evrópu. Það verður kannski að flokkast sem stórt. „Í Hollandi og Belgíu virkaði ekki netið í símanum mínum og þá fann ég fyrst hvað ég þarf símann minn mikið. Ég var bara eins og týndur smákrakki,“ segir Viktor og hlær, þó að samanburðurinn sé ekkert grín.

Sirka svona hefur verið umhorfs fyrir Viktor síðustu mánuði, alltént ...
Sirka svona hefur verið umhorfs fyrir Viktor síðustu mánuði, alltént á góðum dögum. Þessa tók hann í Belgíu.

Hann segir símann mikið þarfaþing á þessu ferðalagi. Hann hefur meðferðis hleðslubanka, svo hann geti haldið lífi í símanum og hefur ófáum sinnum lent í hremmingum við að reyna hlaða græjuna.

„Þar sem maður er nú að halda kostnaðinum í lágmarki hérna viðurkennir maður að maður hefur verið að laumast inn á tjaldsvæði svona þegar ljósin eru slökkt um kvöldmatarleytið,“ segir Viktor sem hefur þannig verið að hlaða batteríin í tvennum skilningi á þessu næturbrölti sínu á vegum Evrópu.

View this post on Instagram

Annar Andrea at Lautootono. Heillaður af Íslenskum hjólara sem er búin að hjóla um evrópu. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki sérstaklega fólki sem færir þér mat 😍

A post shared by Viktor Freyr Joensen (@viktors_story) on Jul 6, 2019 at 7:02am PDT

Ef þér er boðinn matur, þá borðarðu hann

Daglega hefur Viktor verið að hjóla um 70-80 kílómetra á dag og það er ekki eins og hver annar hjólatúr. „Þetta tekur svakalega á stundum og ég hjóla allt, fyrir utan ein göng sem ég mátti ekki hjóla í gegnum í Sviss. Þá tók ég lest. En þetta er glíma, andleg og mjög líkamleg,“ segir hann en kemur í sömu mund á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt hann og aðstoðað á þessari leið.

Viktor er einn á ferð en á vegi hans hafa orðið tímabundnir ferðafélagar. Þá hafa hann og þeir leitt saman hesta sína, sem sé hjólin, einhvern ákveðinn kafla af leiðinni. „Það var mikill innblástur að fara samferða 67 ára Hollendingi, vini mínum Arie. Við hjóluðum saman í tvo daga. Hann er alger reynslubolti í þessu, búinn að vera í Víetnam og Tælandi að hjóla, og ég gat varla haldið í við hann, 67 ára gamlan manninn!“ segir Viktor.

Viktor hitti Arie í Hollandi og þeir hjóluðu samferða í ...
Viktor hitti Arie í Hollandi og þeir hjóluðu samferða í tvo daga. Hann hélt varla í við hann.

Þeir hjóluðu saman í tvo daga en Viktori tókst að læra mikilvæga lexíu af Arie, sem er reyndari en Viktor í að gernýta sér gestrisni Evrópumanna. „Hann kenndi mér bestu regluna sem ég hef tileinkað mér á þessari ferð. Það er að ef fólk býður þér í mat, þá er alveg sama hvort þú sért nýbúinn að borða, ekki með matarlyst eða hvað sem það er, þá þiggurðu það. Ef þér er boðinn matur, þá borðarðu hann,“ segir Viktor, sem nú vippar sér hinum megin við borðið, og fer að elda mat ofan í svanga Ítali. Það verður þó ekki ókeypis, heldur launað, og senn kemst hann af stað á ný. Á vit ævintýranna, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Viktor var ekki fyrr kominn til Svíþjóðar en kona að ...
Viktor var ekki fyrr kominn til Svíþjóðar en kona að nafni Harriet bauð honum gistingu yfir nótt. „Ef þér er boðinn matur, þá borðarðu hann.“
mbl.is

Innlent »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...