Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð á vettvang í morgun.
Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð á vettvang í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í nágrenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð.

Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, hlaut maðurinn höfuðáverka þegar hann missti stjórn á hjólinu og velti því.

Fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi að ökumaðurinn sé rúmlega sjötugur karlmaður.

mbl.is