Bílar skullu saman á Miklubraut

Það var Fordinn sem keyrði aftan á BMW-inn. Öðrum bílum …
Það var Fordinn sem keyrði aftan á BMW-inn. Öðrum bílum tókst að sveigja fram hjá slysstað og halda áfram leiðar sinnar. mbl.is/Alexander

Fólksbíll keyrði aftan á annan við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum. Þeir námu staðar eftir áreksturinn en engan virtist hafa sakað. Þegar tíðindamann mbl.is bar að voru viðbragðsaðilar ekki komnir á vettvang.

Aðrir bílar sveigðu fram hjá hinum óheppnu og virtist leiðin greið, enda umferðin ekki þung á þessum tíma. 

mbl.is