Diamond Beach er víða

Diamond Beach er Fellsfjara
Diamond Beach er Fellsfjara mbl.is/Ómar

Bláhnjúkur er Blue Peak, Brennisteinsalda er Sulfur Wave, Reynisfjara er Black Sand Beach (sem síðan er þýtt til baka í Svörtufjöru af velviljuðum sem vita ekki betur), Brunnhorn er Batman Mountain, Kirkjufell er Arrowhead Mountain, Bláa lónið er Blue Lagoon, Gamla laugin á Flúðum er Secret Lagoon og þegar Raufarhólshelli er flett upp á Google Maps er leitandinn fyrr en varir kominn djúpt í Lava Tunnel.

Eins og frægt er síðan orðið er nú einkum rætt um Diamond Beach á Breiðamerkursandi, sem einhverjum þætti hljóma meira eins og endapunktur í bölsýnislegri vísindaskáldsögu en dæmi úr raunveruleikanum. Það er það þó ekki heldur er íslenskan þar bókstaflega að renna út í sandinn.

Nú skulu rammar skorður við reistar.

Örnefnanefnd sendi bréf til hvers einasta sveitarfélags landsins á dögunum þar sem þess var farið á leit við hvern og einn að hann færi á stúfana eftir grunsamlegum örnefnum í sínu héraði. Enskan er að færa sig upp á skaftið. 

„Við tókum Diamond Beach á Breiðamerkursandi sem dæmi en þetta er að gerast miklu víðar,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, fráfarandi formaður nefndarinnar. Þess vegna hefur nefndin farið þess á leit við sveitarfélögin að þau hugi að þessari þróun og bregðist við, áður en það er um seinan. 

Þórunn Sigurðardóttir er fráfarandi formaður Örnefnanefndar. Hún mælir með því ...
Þórunn Sigurðardóttir er fráfarandi formaður Örnefnanefndar. Hún mælir með því að sveitarfélög kanni það hjá sér hvort skerpa þurfi á örnefnum í sveitinni, sem kunna vera að afbakast í ensku. mbl.is/Styrmir Kári

Diamond Beach hefur íslenskt nafn. Hún er nefnd Eystri-Fellsfjara austan Jökulsár og Vestri-Fellsfjara vestan ár. Þórunn telur að ef íslensk örnefni ættu sér stoð í kortunum á netinu væru minni líkur á að ónefni sem kann að vera slegið upp á skilti á svæðunum festist í sessi.

Landmælingar inn í Google Maps

Í tilfelli Diamond Beach ætti ekki að vera of seint að grípa inn í, þó að það örnefni sé vissulega það eina sem komi upp á Google Maps þegar svæðið er skoðað. Annars heitir ströndin í kring Breiðamerkursandur. Örnefnanefnd hvatti ekki aðeins sveitarfélög til þess að fara yfir sín mál heldur sendi hún menningar- og menntamálaráðuneytinu einnig erindi um að ráðuneytið kæmi í kring samstarfi við Google um að Google Maps nýti sér gagnagrunn Landmælinga Íslands við kortagerð sína.

Google Maps kallar þetta Diamond Beach en Íslendingar kalla þetta ...
Google Maps kallar þetta Diamond Beach en Íslendingar kalla þetta ekki neitt sérstakt, í raun bara Jökulsárlón. Ströndin öll heitir Breiðamerkursandur. Skjáskot/Google Maps

„Það er líka bara öryggisatriði að staðir heiti ekki tveimur nöfnum. Fólk villist mun gjarnar ef það eru tvö landakort í umferð af sama svæði og svo getur það komið upp að sækja þurfi fótbrotið fólk eða hvaðeina. Þá er varhugavert að hafa ekki samræmi,“ segir Þórunn.

Hún er bjartsýn um að þau taki það til sín sem eiga það, sveitarfélögin þar sem ensk örnefni hafa skotið rótum yfir alíslenska staði, sem flestir heita þegar sínum góðu og gildu nöfnum. Og hún er sömuleiðis vongóð um að ráðuneytið komi því í kring að örnefnaskrár Landmælinga verði forritaðar inn í Google Maps við tækifæri, enda öllu nákvæmari en þau gögn sem Google miðar við.

Fréttin hefur verið uppfærð.  

mbl.is

Innlent »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »

Innkaupalistar heyra sögunni til

08:18 Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Meira »

Engu barni á að líða svona

08:00 „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir móðir drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár. Meira »

Ekki taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið í Tálknafjörð

07:57 Ekki eru taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið út um gat sem kom á nótapoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði. Gatið var lítið og enginn fiskur veiddist við kvína eftir að skemmdin uppgötvaðist. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...