Fjölgun íbúa kallar á ný uppbyggingarsvæði

Horft af Hamrinum yfir miðbæ Hafnarfjarðar. Fremst er Dvergsreiturinn en …
Horft af Hamrinum yfir miðbæ Hafnarfjarðar. Fremst er Dvergsreiturinn en fjær fallegar byggingar sem reistar hafa verið á síðari árum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við stefnum að betri nýtingu á núverandi grunnkerfum samgangna, veitna og almannaþjónustu með þéttingu byggðar,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

„Aðalskipulag bæjarfélagsins sem gildir til ársins 2024 gerir ráð fyrir að byggt verði á svæðum sem nú eru vannýtt, án þess þó að gengið verði á útivistarsvæði og óspillta náttúru. Raunar þurfum við að halda vel á spöðunum í allri skipulagsvinnu og því útbúa ný byggingasvæði, svo ört fjölgar fólki í bænum.“

Í Morgunblaðinu á dögunum sagði frá uppbyggingu í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði. Fyrstu íbúarnir eru komnir á svæðið og mun ef að líkum lætur fjölga hratt á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að í fullbyggðri Skarðshlíð verði um 1.500 íbúar og að hverfið sé fullbyggt eftir fá ár. Í framhaldi af því verður svo farið í uppbyggingu í Hamraneshverfi, sem liggur við hlið Skarðshlíðarhverfis.

Fimm mínútur á Hraununum

Samkvæmt fyrstu hugmyndum verða um 1.200 íbúðir í því hverfi og íbúarnir þá nærri 4.000. „Við fylgjumst vel með öllum lykiltölum, svo sem íbúafjölda og sú tala hækkar stöðugt. Um aldamótin voru Hafnfirðingar nærri 18.000 en eru nú skv. nýjum tölum Hagstofunnar 29.799. Við búumst því við 30.000. íbúanum síðar á árinu,“ segir Rósa bæjarstjóri í umfjöllun um vöxt Hafnarfjarðarbæjar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »