Fjórhjólaslys við Geysi

Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til um hálfellefuleytið í morgun …
Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til um hálfellefuleytið í morgun eftir að slys varð í nágrenni Geysis í Haukadal. Ljósmynd/Aðsend

Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til um hálfellefuleytið í morgun eftir að slys varð í nágrenni Geysis í Haukadal. Einn var fluttur slasaður af vettvangi.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var vettvangslið frá björgunarsveitinni á Flúðum einnig kallað til að aðstoða á vettvangi slyssins.

Ekki hefur náðst í lögregluna á Suðurlandi vegna málsins, en samkvæmt heimildum mbl.is er um fjórhjólaslys að ræða. Einn var á hjólinu og er hann talinn nokkuð alvarlega slasaður.

Uppfært 13:22: Auk annarra viðbragðsaðila var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð á vettvang. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert