Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

Vaskur hópur 17 sjálfboðaliða, áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar og 6,3 tonn ...
Vaskur hópur 17 sjálfboðaliða, áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar og 6,3 tonn af rusli, með Barðsvík í baksýn í gærdag. Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir
„Ein eyðivík á Hornströndum – 6,3 tonn af rusli“

Einhvern veginn svona gæti inngangur kvikmyndastiklunnar hljómað ef til stæði að gera bíómynd um það hreinsunarstarf sem samtökin Hreinni Hornstrandir hafa staðið fyrir í Barðsvík á Hornströndum í sumar.

Þar fóru sjálfboðaliðar fyrr í sumar og söfnuðu saman 6,3 tonnum af plastrusli sem rekið hafði upp í víkina og í gær var ruslið ferjað úr víkinni yfir í varðskip Landhelgisgæslunnar og þaðan til Ísafjarðar. Barðsvíkin er því orðin svo gott sem laus við allt rusl.

„Það var blíðuveður sem við fengum og frábært fólk, svo þetta gekk bara vonum framar. Þetta var seinni ferðin, við vorum búin að taka þetta saman þegar við fórum 14.-16. júní og nú komum við bara með varðskipinu og ferjuðum þetta með tuðrum út í skipið,“ segir Ísfirðingurinn Gauti Geirsson í samtali við mbl.is.

Ruslið var ferjað með tuðru úr Barðsvíkinni og út í ...
Ruslið var ferjað með tuðru úr Barðsvíkinni og út í varðskipið. Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir

Hann er einn af hvatamönnunum á bak við þessa hreinsun Hornstranda, sem staðið hefur yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar.

„Þetta var hörkuvinna, sandurinn nær þarna rosalega hátt upp og fjaran er mjög grunn svo það þurfti að bera þetta langar leiðir, en það er hörkuáhöfn á varðskipinu og við erum með góða sjálfboðaliða, svo þetta gekk bara ótrúlega vel,“ segir Gauti.

Strandlengjan í víkinni er rétt tæpir fjórir kílómetrar svo að meðaltali var um það bil 1,6 tonn af rusli að finna á hverjum kílómetra. „Það er alveg óhugnanlega mikið í sjálfu sér,“ segir Gauti.

Grafið upp til þess að verða grafið niður

Hann bætir við að það sé miður að einungis verði hægt að endurvinna lítinn hluta af því rusli sem hópurinn safnaði úr víkinni, en plast sem er sjórekið og söndugt hentar ekki til endurvinnslu. „Við höfum reynt að skola úr því eins og við getum, en það er afskaplega lítill hluti sem þau vilja taka á móti,“ segir Gauti.

„Eina lausnin sem er í boði í dag fyrir förgun á þessu er að grafa þetta ofan í holu í Borgarfirði. Það er hálf sorglegt, að við séum að rífa þetta upp úr jörðinni til þess eins að einhver annað geti grafið það niður aftur.“

Gauti segir þetta umhugsunarvert og að ef til vill ættum við að fara að finna einhverjar betri leiðir til þess að farga því rusli sem ekki hentar til endurvinnslu, eins og til dæmis þróaðar sorpbrennslustöðvar sem fyrirfinnist víða á Norðurlöndum.

Ljósmynd/Hreinsun Hornstranda

„En auðvitað erum við bæði að fegra landið og koma í veg fyrir að þetta brotni niður og berist út í sjóinn, þó að það sé í litlum mæli í stóra samhenginu séð,“ segir Gauti.

Mikið af ruslinu er net og annað sem berst frá íslenskum sjávarútvegi, en einnig finnur hópurinn þónnokkuð af íslensku og erlendu plastrusli sem hefur farið í hafið og endar svo í vestfirskri eyðivík.

Færri komast að en vilja

Tugir sjálfboðaliða hafa tekið þátt í ferðunum tveimur á Hornstrandir í sumar og eins og fyrri ár komust færri að en vildu. Gauti segir að það sé ákveðinn kjarni af fólki sem reyni að taka þátt á hverju ári en að samtökin reyni einnig að fá inn nýtt fólk til þess að slást í hópinn. Það er þó lítil þörf á að auglýsa sérstaklega eftir fólki.

„Við höfum dregið úr því að auglýsa, því eitt árið bárust 250 umsóknir um 30 sæti og það var mjög leiðinlegt að segja nei,“ segir Gauti.

Sem áður segir stefna samtökin á að hreinsa tvær víkur næsta sumar, Smiðjuvík og Bjarnanes, sem eru einu „stóru rekstaðirnir“ sem enn eru óhreinsaðir.

Að því loknu ætla samtökin svo að byrja upp á nýtt og halda hreinsun Hornstranda áfram, en þá mun fást áhugaverður samanburður á magni rusls sem safnast saman, sem mun gefa vísbendingar um það hversu mikið af plastrusli rekur upp í víkurnar á ári hverju.

Eins og sjá má er Barðsvík tandurhrein eftir hreinsunina.
Eins og sjá má er Barðsvík tandurhrein eftir hreinsunina. Ljósmynd/Hreijnni Hornstrandirmbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »

Innkaupalistar heyra sögunni til

08:18 Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Meira »

Engu barni á að líða svona

08:00 „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir móðir drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár. Meira »

Ekki taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið í Tálknafjörð

07:57 Ekki eru taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið út um gat sem kom á nótapoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði. Gatið var lítið og enginn fiskur veiddist við kvína eftir að skemmdin uppgötvaðist. Meira »

Húsnæði lögreglu ófullnægjandi

07:37 „Húsnæði lögreglunnar í Neskaupstað er algjörlega ófullnægjandi, enda um að ræða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum og það hentar því alls ekki þessari starfsemi.“ Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Súper sól
Súper sól...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...