Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmanni hátíðarinnar.

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, sótti hátíðina á sunnudagskvöldið. Í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa er þess ekki getið að hann hafi þegið slíka gjöf. 

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, fór einnig á sömu tónlistarhátíð ef marka má hagsmunaskráningu hans. Hann skráir VIP-passa í sína hagsmunaskráningu og þar kostar aðgöngumiðinn 29.900 krónur og er tilgreindur sem gjöf frá skipuleggjanda.   

Samkvæmt frétt Hringbrautar, sem greindi fyrst frá, kemur fram að Dagur hafi fengið þrjá miða á hátíðina. Annar borgarfulltrúi Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa fengið tvo miða á hátíðina. Þeir miðar eru heldur ekki skráðir í hagsmunaskráningu.  

Ekki náðist í borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is