Gómsæts götubita neytt þrátt fyrir rigningu

Gestir gæða sér á veitingum í súldinni í Laugardal í …
Gestir gæða sér á veitingum í súldinni í Laugardal í gær.

Fjöldi fólks safnaðist saman í Laugardal tvær síðustu helgar og gæddi sér á gómsætum götubita þegar matarmarkaður var haldinn þar.

Eins og við var búist lögðu öllu færri leið sína í Laugardalinn í gær og fyrradag en helgina áður til að smakka á kræsingunum, en nokkuð þungbúið var yfir borginni bæði á laugardag og sunnudag.

„Þetta er auðvitað minna fjölskylduvænt þegar veðrið er svona,“ sagði Sveinn Sævarsson, sem stóð vaktina í Tasty-vagninum þegar blaðamaður leit þar við síðdegis í gær. „Fólk var samt skrambi seigt. Í gær stóð hér fjöldi fólks úti í rigningunni og pantaði sér mat,“ skaut Bjarni Þór Sivertsen, samstarfsmaður Sveins í vagninum, inn í.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðnu í dag segist Sveinn hafa verið ánægður með hátíðina og sagði að „ótrúlega skemmtilegt“ hefði verið að taka þátt í henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert