Höfuðborgarbúar mest bitnir af lúsmýi

Hlutfall þeirra sem telja sig hafa verið bitna af lúsmýi …
Hlutfall þeirra sem telja sig hafa verið bitna af lúsmýi er hæst meðal þeirra sem búa í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Kort/Gallup

Um 14% fullorðinna Íslendinga telja sig hafa verið bitna af lúsmýi á Íslandi í sumar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.

Tæplega tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, eða tæplega 17% Reykvíkinga á móti rúmlega 9% íbúum landsbyggðarinnar.

Þegar búseta þeirra sem telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar er skoðuð nánar, má sjá að hlutfallið er hæst meðal þeirra sem búa í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Um helmingi færri íbúar Norðvesturkjördæmis segjast hafa verið bitnir og hlutfallið er langlægst meðal íbúa Norðausturkjördæmis.

mbl.is