Keypti lénin þegar LÍN breytti um nafn

Ljóst er að ef SÍN ætlar að hafa sín.is eða …
Ljóst er að ef SÍN ætlar að hafa sín.is eða studningssjodur.is sem heimasíðu sína, þarf það að fara í gegnum Sævar Guðmundsson. mbl.is/Hjörtur

Maður að nafni Sævar Guðmundsson hefur keypt lénin studningssjodur.is, stuðningssjóður.is og sín.is. Þetta má sjá á heimasíðu ISNIC, sem sér um skráningu íslenskra netléna en gengið var frá skráningunni 10. júlí, degi eftir að greint var frá því í fjölmiðlum að til stæði að breyta nafni Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) í Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) í samræmi við nýjar tillögur um 30% niðurfellingu námslána til þeirra sem standast kröfur um námsframvindu.

Sævar Guðmundsson er lögfræðingur. Hann er einn af stofnendum Fons …
Sævar Guðmundsson er lögfræðingur. Hann er einn af stofnendum Fons Juris ehf., þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Fons Juris

Hvað Sævar hefur í hyggju með kaupunum liggur ekki fyrir en ljóst er að LÍN, sem er að verða SÍN, fær ekki notast við sín.is sem netslóð, nema Sævar láti þeim það eftir. sin.is, án íslensks í, er í eigu erlendra aðila. Þá mun studningssjodur.is ekki heldur koma til greina. 

Sævar er lögfræðingur og framkvæmdastjóri útgáfunnar Fons Juris ehf., sem fyrst og fremst fæst við að halda utan um gagnasafn lagatexta.

mbl.is hefur fengið það staðfest að LÍN er ekki á bakvið kaupin og þegar þangað var hringt könnuðust menn ekki við þau. Sævar gerir þetta upp á sitt einsdæmi. Ekki hefur náðst í hann en áfram verður reynt.

Sævar Guðmundsson hefur skráð sig fyrir heimasíðunni.
Sævar Guðmundsson hefur skráð sig fyrir heimasíðunni. Skjáskot/Isnic

Árgjald .is-léna er 5.980 krónur, og mörg dæmi um að einstaklingar og fyrirtæki sanki að sér lénum sem kynnu að þykja eftirsótt í framtíðinni. Fyrirtæki sem skipt hafa um nafn hafa þurft að kaupa lénin af söfnurum. Ekki er unnt að taka lén frá hjá ISNIC, heldur verður maður einfaldlega að festa kaup á því.

Sævar Guðmundsson hefur skráð sig fyrir heimasíðunni.
Sævar Guðmundsson hefur skráð sig fyrir heimasíðunni. Skjáskot/Isnic
mbl.is