Malbika Reykjanesbraut í fyrramálið

Lokanir á morgun má sjá á meðfylgjandi mynd.
Lokanir á morgun má sjá á meðfylgjandi mynd. Kort/Aðsent

Stefnt er að því að malbika aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar á morgun 16. júlí. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 16:00. 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum á vef Vegagerðarinnar

mbl.is