Rúta festist í Steinholtsá

Rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk á öðrum tímanum í …
Rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Á öðrum tímanum í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk. Nærstaddir björgunarsveitarmenn komu fljótlega á vettvang og þá var búið að koma öllum farþegum frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitarmennirnir unnu að bjarga rútunni úr ánni ásamt öðru fólki á svæðinu og tókst það vel. Rútan var komin á þurrt um hálftíma eftir að útkall barst, samkvæmt tilkynningu Landsbjargar.

Ljósmynd/Landsbjörg

Trilla í vandræðum við Hornafjörð

Þar kemur einnig fram að stuttu áður en útkallið í Þórsmörk barst var björgunarskipið á Höfn kallað út vegna trillu sem hafði orðið vélarvana þegar hún sigldi inn Hornafjarðarós í svartaþoku.

Fimm mínútum síðar var björgunarskipið Ingibjörg lagt af stað úr höfn, en þá barst tilkynning um að trillan hafði hrokkið í gang og komst hún af sjálfsdáðum til hafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert