250 krónur að pissa í Hörpu

Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum, lætur vel af starfinu. Milli ...
Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum, lætur vel af starfinu. Milli anna les hún í bók. mbl.is/Alexander

Klósettgjald hefur verið tekið upp í Hörpu á ný. 250 krónur þurfa gestir og gangandi, sem hafa náð 16 ára aldri, að reiða fram til að fá að létta af sér á tilkomumiklu salerninu í kjallara tónlistarhússins.

Gréta Arnarsdóttir, þjónustufulltrúi í Hörpu og klósettvörður á köflum, segir þónokkra umferð vera um salernin. „Ætli þetta séu ekki svona tuttugu gestir á klukkutíma,“ segir hún hugsandi.  Milli þess gefst henni kostur á að glugga í bókina The Girl in the Road, sem fjallar um stelpu sem ferðast yfir úthafið á stálslöngu sem framleiðir orku. Rukkað er frá morgni til klukkan fimm á daginn, en eftir það eru klósettin öllum opin.

Þau sem sækja viðburði í húsinu fá þó frítt gegn framvísun aðgangsmiðans, og sama gildir um viðskiptavini kaffi- og veitingastaðanna. Þeim síðarnefndu verður þó að treysta, og veltir óprúttinn blaðamaður því fyrir sér hvort eftirlit sé haft með því að meintir gestir þeirra hafi í raun og veru keypt kaffið.

Þessi ítölsku hjón náðu á endanum að nurla saman nægu ...
Þessi ítölsku hjón náðu á endanum að nurla saman nægu klinki til að senda húsbóndann á klósettið. mbl.is/Alexander

Aðspurð segir Gréta að auðvitað séu margir sem sjái ástæðu til að kvarta yfir verðlagningunni, og hún hafi vissa samúð með þeim. Það séu einkum Íslendingar, sem eru ekki vanir öðru en að fá að ganga örna sinna á kostnað staðarhaldara. En klósettpappírinn kostar, og sápan líka.

Flestir greiða þó möglunarlaust og á meðan á spjalli stendur afgreiðir Gréta tvo viðskiptavini, einn þýskan ferðalang og aðra íslenska konu, sem borga bæði með reiðufé. „Þetta er dýr spræna,“ segir konan reyndar þegar verðlagningin berst í tal.

Klósettmál Hörpu hafa áður ratað í fjölmiðla, en tekið var upp á samskonar gjaldtöku síðustu sumur. Árið 2017 var gjaldið 300 krónur, en lækkað í 250 krónur síðasta sumar og er óbreytt í sumar. Hætta á gjaldtöku aftur í haust.

Klósettvarslan er þó ekki fullt starf. Þjónustufulltrúar Hörpu, sem hafa aðstöðu á jarðhæðinni, skipta þessu með sér í hjáverkum. Ef 20 gestir borga sig inn á klukkustund skilar það Hörpu um 5.000 krónum á tímann, sem dugir kannski fyrir launakostnaði, en varla miklu meiru.

Í samtali við mbl.is í fyrra sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, tilganginn þó tvíþættan: að mæta kostnaði við salernin og að bæta ásýnd þeirra. Ætla má að nokkuð sparist í þrifkostnað og klósettpappírgjöld þegar gjaldtakan hefst og aðsókn minnkar eftir því.

mbl.is

Innlent »

Tafir vegna opinberra heimsókna

18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar hluta Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Súper sól
Súper sól...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...