Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

Vinstra megin sést neðri hluti hlíðarinnar sem hefur sigið fram ...
Vinstra megin sést neðri hluti hlíðarinnar sem hefur sigið fram og þar fyrir ofan þverhnípt brotsárið. Tungnakvíslajökull liðast niður fyrir miðju. Ljósmynd/Þorsteinn Sæmundsson

Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Jarðvísindamaður segir uppgötvunina áhyggjuefni í samtali við mbl.is.

„Það er svolítið alvarlegt mál þegar svona mikill efnismassi er á hreyfingu og hefur verið á hreyfingu um einhvern tíma. Þetta er eitthvað sem við verðum að leita skýringa á,“ segir Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur. Hann hefur farið að hlíðinni einu sinni í sumar ásamt hópi manna.

Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur segir skriðið áhyggjuefni.
Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur segir skriðið áhyggjuefni.

Hlíðin sem um ræðir gengur út af Mýrdalsjökli rétt norðan við Tungnakvíslajökul sem rennur undan Mýrdalsjökli austan Fimmvörðuháls. Alls er svæðið sem er á hreyfingu um 0,8 til 1 km2 að flatarmáli.

„Hlíðin hefur skriðið niður um alla vega 180 metra. Við erum að leita orsaka fyrir því og um leið viljum við meta hvenær hreyfingin hefur átt sér stað, á hve löngum tíma og hvort hún hafi komið í rykkjum eða hafi staðið jafnt í einhvern tíma,“ segir Þorsteinn. 

Brotsár, sem hér er ónákvæmlega merkt, gengur eftir efstu brún ...
Brotsár, sem hér er ónákvæmlega merkt, gengur eftir efstu brún hlíðarinnar frá vestanverðri hlíðinni í um 500 metra hæð upp í 1100 metra hæð í henni austanverðri. Myndin sýnir snævi þakið fjalllendið en svo er vitaskuld ekki á þessum árstíma en Google býður ekki betur. Þar sem skriðið hefur orðið er snjólaust nú. Ljósmynd/Google Maps

Hann segir að skrið sem þetta geti verið af mörgum ástæðum og þar komi sterklega til greina jökulhörfun, sem þekkt er að hafi orðið á þessu svæði og að geti valdið aflögun á hlíðum undan jökli. Þá getur annað orðið til þess að hlíðin skríði niður, undangröftur hvers konar til dæmis eða að hreyfingar þessar tengist skjálftavirkni í grenndinni.

„Jöklar eru að hörfa og það eitt og sér hefur áhrif á svona hlíðar,“ segir Þorsteinn. „Alls staðar sem við sjáum eitthvað svona hlýtur það að kalla á viðbrögð. Ef þetta er að gerast beint fyrir framan nefið á okkur og við tökum ekki eftir því þá vekur það spurningar um hverju öðru við tökum ekki eftir.“

Skriðið kom í ljós þegar Joaquin Belart, starfsmaður Landmælinga Íslands, var að bera saman loftmyndir af svæðinu. Í sumar hyggjast Þorsteinn og hans menn fara á svæðið einu sinni eða tvisvar enn til að afla frekari upplýsinga um þróunina. 

Skriðið hefur orðið í hlíð norðan við Tungnakvíslajökul. Hér er ...
Skriðið hefur orðið í hlíð norðan við Tungnakvíslajökul. Hér er svæðið merkt. Ljósmynd/map.is
Það er við vestanverðan Mýrdalsjökul sem skriðið hefur orðið.
Það er við vestanverðan Mýrdalsjökul sem skriðið hefur orðið. Ljósmynd/Google
mbl.is

Innlent »

Íslendingur með 3. vinning í Víkingalottó

18:41 Heppinn Íslendingur hlaut 3. vinning í Víkingalottó í kvöld og fékk rúmlega 1,2 milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann í Bjarnarbúð í Biskupstungum. Meira »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »

Fleiri kynferðisbrot tilkynnt

15:52 Í júlímánuði voru skráð 725 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þau svipuð að fjölda og í júní. Brotin voru hinsvegar 3% færri en miðað við sex mánaða meðaltal og 5% fleiri miðað við tólf mánaða meðaltal, að því er fram kemur í afbrotatölfræði embættisins. Meira »

„Mín kona bara sátt“

15:33 „Ég held að árangurinn hafi verið góður og mín kona bara sátt, sátt við að fá íbúðina sem hún átti að fá fyrir löngu síðan,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára gamallar konu sem hefur samið við FEB um afhendingu íbúðar sinnar í Árskógum í Mjóddinni. Meira »

Ragnar hlýtur Ars Fennica-verðlaunin

15:32 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlaut í dag hin virtu Ars Fennica-verðlaun við hátíðlega athöfn í safninu Amos Rex í Helsinki. Meira »

Starri nýr formaður Ungra Evrópusinna

15:01 Formannsskipti urðu nýverið hjá Ungum Evrópusinnum þegar Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir steig til hliðar og Starri Reynisson tók við. Meira »

Ásteytingarsteinninn kominn í farveg

14:52 Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Sambands íslenskra komu til saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir hægt hafi verið að byrja að ræða málin, nú þegar stóra deilumálið á milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna, jöfnun lífeyrisréttinda, er komið í hendur Félagsdóms. Meira »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðingar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...