Dyngjufjallaleið lokuð vegna vatnavaxta

Bíll í vanda á hálendinu. Dyngjufallaleið hefur nú verið lokað …
Bíll í vanda á hálendinu. Dyngjufallaleið hefur nú verið lokað vegna vatnavaxta. Mynd úr safni.

Dyngjufallaleið hefur verið  lokað um  óákveðinn tíma vegna vatnavaxta,  að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vatnavextina má rekja til mikillar bráðnunar í Jökulfellinu í Vatnajökli, sem stafar af rigningu og hlýindum á svæðinu.

Ekki er langt síðan Dyngjufjalalleið var opnuð, en það er leiðin úr Öskju og þaðan norðan Vatnajökuls suður á Sprengisandsleið, og var hún þá síðust hálendisleiða til að vera opnuð.

mbl.is