Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, virðist hafa misst stjórn á …
Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, virðist hafa misst stjórn á fjórhjólinu. Ljósmynd/Aðsend

Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, virðist hafa misst stjórn á fjórhjólinu. Hann var fluttur með sjúkrabíl til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug með hann frá Reykholti og á Landspítalann í Fossvogi.

mbl.is