Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Kristinn Magnússon

Í þrjú ár hefur Ísland haldið hlutfalli óinnleiddra tilskipana frá EES undir 1%.

„Þessi árangur kemur mér ekki á óvart enda hef ég lagt á það áherslu í embætti utanríkisráðherra að bæta framkvæmdina á EES-samningnum. Bætt framkvæmd eykur möguleika okkar á að hafa áhrif á lagasetninguna á fyrri stigum, sem hefur ef til vill aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í fréttatilkynningu. 

Tilskipanir sem Ísland á eftir óinnleiddar vegna EES-samstarfs eru 6, það eru 0,7%. Innleiðingahallinn svonefndi hefur haldist undir 1% síðustu þrjú ár, sem er mettími. Innleiðingahallinn eykst þó í ár frá því í fyrra, úr 0,5%. Árið 2013 var hann 3,2%.

Höfuðstöðvar EFTA í Brussel. Eftirlitsstofnun EFTA gerir frammistöðumat á EES-ríkjunum …
Höfuðstöðvar EFTA í Brussel. Eftirlitsstofnun EFTA gerir frammistöðumat á EES-ríkjunum tvisvar á ári. Mynd/EFTA

Óinnleiddar reglugerðir eru 38 en þær voru 35 í síðasta mati á undan. Frammistöðumatið er gert tvisvar á ári og miðar þetta sem nú um ræðir við 31. maí. Annars var tekin staðan á innleiðingum tilskipana og reglugerða hjá öllum EES-ríkjunum.

„Samhent átak innan stjórnsýslunnar við bætta framkvæmd EES-samningsins er ástæða þess viðsnúnings sem orðið hefur á innleiðingu EES-gerða á Íslandi, en meðal annars hefur verið unnið að því að auka getu ráðuneyta til að vinna að innleiðingunni. Bætt frammistaða Íslands við framkvæmd samningsins er hluti af stefnu stjórnvalda í EES-málum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

mbl.is