Hafa tekið 82 viðtöl

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/​Hari

82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn.

Miðstöðin býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi en öll þjónusta og ráðgjöf Bjarmahlíðar er undir sama þaki, í gula húsinu á Aðalstræti 14, til að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar.

Bjarmahlíð byggir á sömu hugmyndafræði og Bjarkarhlíð, sem er sambærileg þjónusta í Reykjavík. „Þegar við fórum af stað með þetta úrræði heyrði ég einhverjar gagnrýnisraddir sem sögðu að fólk myndi ekki þora að nýta sér þetta. En raunin er bara allt önnur,“ segir Guðrún Kristín Blöndal, teymisstjóri í Bjarmahlíð, í Morgunblaðinu í dag, en hún segir að alls 37 einstaklingar hafi nýtt sér úrræðið frá opnun og mikill meirihluti þeirra sé konur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »