Helmingur ók of hratt á Seljabraut

Meðalhraði þeirra brotlegu var 43 km/klst. en á þessu svæði …
Meðalhraði þeirra brotlegu var 43 km/klst. en á þessu svæði er 30 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 53 kílómetra hraða. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi.

Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Seljabraut í vesturátt og á meðan lögregla var á staðnum fóru 74 ökutæki fram hjá. Því var það tæpur helmingur ökumanna, 47%, sem ók of hratt.

Meðalhraði þeirra brotlegu var 43 km/klst. en á þessu svæði er 30 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 53 kílómetra hraða.

mbl.is