Kanna oflækningar á Íslandi

Læknar að störfum. Vanda þarf valið þegar ákveðið er hvernig …
Læknar að störfum. Vanda þarf valið þegar ákveðið er hvernig meðhöndla eigi sjúkdóma mbl.is/Golli

Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

Sigríður telur að heimilislæknar grípi oft til víðtækari aðgerða en þeir telji nauðsynlegt vegna pressu af ýmsum toga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nefnir hún m.a. umfjöllun í samfélaginu, áhyggjur og tímaskort lækna sem hafi ekki nægan tíma til þess að bíða og sjá þróunina eða meðhöndla einstaklinga skynsamlega. Sigríður segir að nauðsynlegt sé að bjóða upp á önnur úrræði sem minnki inngrip og lyfjanotkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »